Soros fjárfestir í andstæðingum Brexit Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2018 23:31 Auðjöfurinn George Soros. Vísir/EPA Auðjöfurinn George Soros hefur boðið gagnrýnendum sínum birginn með því að fjárfesta enn frekar í baráttuhópnum Best for Britain sem berst gegn fyrirhugaðri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Soros gaf hópnum 400 þúsund pund í liðinni viku en fékk á sig mikla gagnrýni, þar á meðal frá breska dagblaðinu Daily Telegraph sem sakaði Soros um að skipta sér af málefnum Bretlands. Segir Soros að vegna þessarar gagnrýni hafi hann ákveðið að gefa hópnum 100 þúsund pund til viðbótar. „Mér er bæði ljúft og skylt að berjast gegn þeim sem beita ófrægingarherferðum í stað röksemda, til þess að verja sinn vonda málstað,“ sagði Soros í viðtali við breska blaðið The Guardian. Soros, sem fæddist í Ungverjalandi og er með bandarískan ríkisborgararétt, er alræmdur í Bretlandi eftir að hann auðgaðist mjög á því að veðja gegn breska pundinu árið 1992. Talið er að hann hafi hagnast um 1,8 milljarða dollara eftir að veðmál hans um að breska pundið myndi veikjast verulega gegn þýska markinu gekk eftir. Hefur hann gefið samtökum sínum, Open Society Foundation, megnið af auðæfum sínum en fjárframlögin til Best for Britain voru í nafni samtakanna. Brexit Tengdar fréttir Vogunarsjóður Soros skortseldi fyrir 550 milljónir í Norwegian Vogunarsjóður heimsþekkta auðjöfursins George Soros hefur skortselt 183 þúsund hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian fyrir alls 42 milljónir norskra króna sem jafngildir um 547 milljónum króna. 1. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Auðjöfurinn George Soros hefur boðið gagnrýnendum sínum birginn með því að fjárfesta enn frekar í baráttuhópnum Best for Britain sem berst gegn fyrirhugaðri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Soros gaf hópnum 400 þúsund pund í liðinni viku en fékk á sig mikla gagnrýni, þar á meðal frá breska dagblaðinu Daily Telegraph sem sakaði Soros um að skipta sér af málefnum Bretlands. Segir Soros að vegna þessarar gagnrýni hafi hann ákveðið að gefa hópnum 100 þúsund pund til viðbótar. „Mér er bæði ljúft og skylt að berjast gegn þeim sem beita ófrægingarherferðum í stað röksemda, til þess að verja sinn vonda málstað,“ sagði Soros í viðtali við breska blaðið The Guardian. Soros, sem fæddist í Ungverjalandi og er með bandarískan ríkisborgararétt, er alræmdur í Bretlandi eftir að hann auðgaðist mjög á því að veðja gegn breska pundinu árið 1992. Talið er að hann hafi hagnast um 1,8 milljarða dollara eftir að veðmál hans um að breska pundið myndi veikjast verulega gegn þýska markinu gekk eftir. Hefur hann gefið samtökum sínum, Open Society Foundation, megnið af auðæfum sínum en fjárframlögin til Best for Britain voru í nafni samtakanna.
Brexit Tengdar fréttir Vogunarsjóður Soros skortseldi fyrir 550 milljónir í Norwegian Vogunarsjóður heimsþekkta auðjöfursins George Soros hefur skortselt 183 þúsund hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian fyrir alls 42 milljónir norskra króna sem jafngildir um 547 milljónum króna. 1. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Vogunarsjóður Soros skortseldi fyrir 550 milljónir í Norwegian Vogunarsjóður heimsþekkta auðjöfursins George Soros hefur skortselt 183 þúsund hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian fyrir alls 42 milljónir norskra króna sem jafngildir um 547 milljónum króna. 1. febrúar 2018 07:00