Golf

„Mastersmót“ fyrir konur á Augusta en Ólafía okkar má ekki að taka þátt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty
Augusta-völlurinn var lengi bara golfvöllur fyrir karlpeninginn þar sem konur máttu ekki spila en eitt af þessum síðustu karlavígum er nú loksins að falla.

Mastersmótið fer fram á vellinum ár hvert en það er fyrsta risamót ársins í karlagolfinu og einn stærsti viðburður golfársins.  

Nú fá konurnar loksins tækifæri til að keppa á þessum frábæra golfvelli sem ber nafnið Augusta National.

Frá og með næsta ári mun fara fram á vellinum Augusta National Women’s Amateur Championship en það verður spilað í vikunni á undan Mastersmótinu.

Þetta verður 54 holu mót og þar munu bestu áhugakylfingar heims taka þátt. Þátttakendur verða 72 talsins.





Atvinnukylfingarnir mega hinsvegar ekki keppa á þessu móti og íslensku kylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eru því ekki gjaldgengar.

Margar ungar og flottar golfkonur eru hinsvegar að koma upp í íslenska golfvorinu og hver veit nema einhver þeirra vinni sér keppnisrétt á þessu sögulega móti.

Augusta-völlurinn mun reyndar aðeins hýsa þriðja og síðasta hringinn þegar er búið að skera niður í 30 kylfinga úrslit. Fyrstu tveir dagarnir fara fram hjá Champions Retreat golfklúbbnum í Augusta.

Lokahringurinn á næsta ári mun fara fram laugardaginn 6.apríl 2019.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×