Bretar ætla að þurrka út blautþurrkur Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2018 11:33 Fituklumpur sem er að miklu leyti úr blautþurrkum sem stíflaði holræsakerfi undir London. Vísir/AFP Blautþurrkur gætu heyrt sögunni til á Bretlandi á næstu áratugum. Þarlend stjórnvöld hafa lagt fram áætlun um að útrýma plastúrgangi úr einnota vörum eins og þurrkunum sem eru taldar einn mesti skaðvaldur holræsakerfis Bretlands. Framleiðendur blautþurrkna þurfa að breyta þeim og fjarlægja plastefni úr þeim. Að öðrum kosti gætu þær horfið af markaðnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Flestar þeirra eru úr pólýester eða öðrum plastefnum sem brotna ekki niður í náttúrunni. Þurrkurnar eru sagðar sökudólgurinn í 93% tilfella þegar fráveitukerfi stíflast á Bretlandi. Þess vegna hafa yfirvöld reynt að brýna fyrir neytendum að sturta þeim ekki niður í klósettið. Einnig hefur verið varað við þurrkunum á Íslandi þar sem þær hafa stíflað fráveitukerfi. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hét því í byrjun árs að útrýma öllum „plastúrgangi sem hægt er að komast hjá“ fyrir árið 2042. Umhverfisstofnun Bretlands skoðar nú breytingar á skattkerfinu eða gjöld til að draga úr notkun einnota plastvara. Framleiðendur þurrkanna vara hins vegar við því að þær verði bannaðar. Þær séu meðal annars notaðar í heilbrigðiskerfinu þar sem fatlaðir og fólk sem hefur ekki stjórn á hægðum og þvaglátum reiði sig á þær. Þá telja þeir að vatnsnotkun ykist til muna ef fólk hefði ekki lengur kost á að nota blautþurrkurnar sem þurfi aðeins um þrjá millilítra af vökva að meðaltali. Umhverfismál Tengdar fréttir Blautþurrkur vandamál í fráveitukerfi höfuðborgarsvæðisins Blautþurrkur sem fólk hendir í klósettið heima hjá sér er vandamál í fráveitukerfi höfuðborgarsvæðisins þar sem þær geta stíflað dælur kerfisins. 18. nóvember 2016 10:49 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Blautþurrkur gætu heyrt sögunni til á Bretlandi á næstu áratugum. Þarlend stjórnvöld hafa lagt fram áætlun um að útrýma plastúrgangi úr einnota vörum eins og þurrkunum sem eru taldar einn mesti skaðvaldur holræsakerfis Bretlands. Framleiðendur blautþurrkna þurfa að breyta þeim og fjarlægja plastefni úr þeim. Að öðrum kosti gætu þær horfið af markaðnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Flestar þeirra eru úr pólýester eða öðrum plastefnum sem brotna ekki niður í náttúrunni. Þurrkurnar eru sagðar sökudólgurinn í 93% tilfella þegar fráveitukerfi stíflast á Bretlandi. Þess vegna hafa yfirvöld reynt að brýna fyrir neytendum að sturta þeim ekki niður í klósettið. Einnig hefur verið varað við þurrkunum á Íslandi þar sem þær hafa stíflað fráveitukerfi. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hét því í byrjun árs að útrýma öllum „plastúrgangi sem hægt er að komast hjá“ fyrir árið 2042. Umhverfisstofnun Bretlands skoðar nú breytingar á skattkerfinu eða gjöld til að draga úr notkun einnota plastvara. Framleiðendur þurrkanna vara hins vegar við því að þær verði bannaðar. Þær séu meðal annars notaðar í heilbrigðiskerfinu þar sem fatlaðir og fólk sem hefur ekki stjórn á hægðum og þvaglátum reiði sig á þær. Þá telja þeir að vatnsnotkun ykist til muna ef fólk hefði ekki lengur kost á að nota blautþurrkurnar sem þurfi aðeins um þrjá millilítra af vökva að meðaltali.
Umhverfismál Tengdar fréttir Blautþurrkur vandamál í fráveitukerfi höfuðborgarsvæðisins Blautþurrkur sem fólk hendir í klósettið heima hjá sér er vandamál í fráveitukerfi höfuðborgarsvæðisins þar sem þær geta stíflað dælur kerfisins. 18. nóvember 2016 10:49 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Blautþurrkur vandamál í fráveitukerfi höfuðborgarsvæðisins Blautþurrkur sem fólk hendir í klósettið heima hjá sér er vandamál í fráveitukerfi höfuðborgarsvæðisins þar sem þær geta stíflað dælur kerfisins. 18. nóvember 2016 10:49