Golf

Ólafía gæti komist í gegnum niðurskurð

Dagur Lárusson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. vísir/getty
Ekki er vitað hvort að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komist í gegnum niðurskurð á Kingsmill meistaramótinu í Virginíu en keppni var aflýst í nótt.

 

Það áttu um 60 keppendur eftir að ljúka öðrum hring þegar keppni var aflýst en Ólafía var ein af þeim keppendum sem náði þó að klára en hún lauk öðrum hringnum á pari, rétt eins og á þeim fyrsta. Ólafía hefði verið örugg í gegnum niðurskurð hefði hún ekki fengið skolla og tvöfaldan skolla á síðustu tveimur holunum.

 

Þeir 60 keppendur sem eiga eftir að ljúka öðrum hringnum gera það klukkan 11:30 í dag að íslenskum tíma og mun þá koma í ljóst hvort að Ólafía komist í gegnum niðurskurðinn eða ekki en hún er sem stendur í 77.-88. sæti en niðurskurðarlínan er eins og miðuð við eitt högg undir pari.

 

Þriðji hringur mótsins á síðan að hefjast klukkan 14:30 í dag, þannig ef Ólafía kemst í gegnum niðurskurðinn þá mun hún vera þar í eldlínunni og verður sýnt beint frá því á Golfstöðinni.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×