Kínverjar og Bandaríkjamenn slá viðskiptastríði sínu á frest 20. maí 2018 23:24 Steve Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, segir Kínverja ætla að draga verulega úr viðskiptahalla á milli ríkjanna eftir tveggja daga viðræður í Washington-borg. Vísir/AFP Samkomulag hefur náðst á milli kínverskra og bandarískra stjórnvalda um þau hætti tímabundið við gagnkvæma innflutningstolla og slái þannig yfirvofandi viðskiptastríði sínu á frest. Kínverjar ætla að auka innflutning sinn á bandarískum vörum til að reyna að friðþægja Donald Trump Bandaríkjaforseta. Trump hefur orðið tíðrætt um viðskiptasamband Kína og Bandaríkjanna þar sem hann telur halla á land sitt. Hann hefur viljað að Kínverjar kaupi bandarískar vörur og þjónustu fyrir um 200 milljarða dollara til þess að jafna leikinn. Í mars tilkynnti hann um refsitolla á kínverskar vörur en stjórnvöld í Beijing svöruðu í sömu mynt. Óttast hefur verið að viðskiptastríð brytist út á milli stórveldanna tveggja. Ekki hefur verið greint frá því um hversu mikið Kínverjar ætla að auka innflutning sinn. Viðskiptaráðgjafi Trump lýsti því yfir á föstudag að Kínverjar myndu draga úr 365 milljarða dollara viðskiptahalla Bandaríkjanna við þá um að minnsta kosti 200 milljarða dollara. Kínverjar báru þær fréttir hins vegar fljótt til baka og ekkert var fjallað um upphæðina í yfirlýsingu ríkjanna í gær. Kínversk stjórnvöld lýsa samkomulaginu hins vegar sem ábatasömu fyrir bæði lönd, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að lagðir verði tollar á kínverskar vörur upp á 150 milljarða dollara ef Kína stendur ekki við samkomulagið. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samkomulag hefur náðst á milli kínverskra og bandarískra stjórnvalda um þau hætti tímabundið við gagnkvæma innflutningstolla og slái þannig yfirvofandi viðskiptastríði sínu á frest. Kínverjar ætla að auka innflutning sinn á bandarískum vörum til að reyna að friðþægja Donald Trump Bandaríkjaforseta. Trump hefur orðið tíðrætt um viðskiptasamband Kína og Bandaríkjanna þar sem hann telur halla á land sitt. Hann hefur viljað að Kínverjar kaupi bandarískar vörur og þjónustu fyrir um 200 milljarða dollara til þess að jafna leikinn. Í mars tilkynnti hann um refsitolla á kínverskar vörur en stjórnvöld í Beijing svöruðu í sömu mynt. Óttast hefur verið að viðskiptastríð brytist út á milli stórveldanna tveggja. Ekki hefur verið greint frá því um hversu mikið Kínverjar ætla að auka innflutning sinn. Viðskiptaráðgjafi Trump lýsti því yfir á föstudag að Kínverjar myndu draga úr 365 milljarða dollara viðskiptahalla Bandaríkjanna við þá um að minnsta kosti 200 milljarða dollara. Kínverjar báru þær fréttir hins vegar fljótt til baka og ekkert var fjallað um upphæðina í yfirlýsingu ríkjanna í gær. Kínversk stjórnvöld lýsa samkomulaginu hins vegar sem ábatasömu fyrir bæði lönd, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að lagðir verði tollar á kínverskar vörur upp á 150 milljarða dollara ef Kína stendur ekki við samkomulagið.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira