Golf

Ólafía komst ekki í gegnum niðurskurð

Dagur Lárusson skrifar
Ólafía hefur lokið keppni.
Ólafía hefur lokið keppni. vísir/getty
Nú er það loksins ljóst að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst ekki í gegnum niðurskurð á Kingsmill meistaramótinu í Virginíu.

 

Ólafía hefur þurft að bíða í þónokkurn tíma eftir því að vita hvort að hún kæmist í gegn því öðrum hringnum á mótinu var sífellt frestað vegna veður.

 

Hringnum lauk þó í dag og kom þá í ljóst að Ólafía komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

 

Ólafía hefur því lokið keppni og endaði hún í 76.-91. sæti. Efstu 75 kylfingarnir komust í gegnum niðurskurð og hefja þriðja hringinn á eftir.

 


Tengdar fréttir

Keppni frestað og Ólafía þarf að bíða til morguns

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þarf að bíða til morguns áður en hún kemst að því hvort hún komist í gegnum niðurskurðinn á Kingsmill mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi.

Ólafía gæti komist í gegnum niðurskurð

Ekki er vitað hvort að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komist í gegnum niðurskurð á Kingsmill meistaramótinu í Virginíu en keppni var aflýst í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×