Golf

Annar risatitill Kevin Na

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kevin fagnar eftir að sigurinn var í höfn.
Kevin fagnar eftir að sigurinn var í höfn. vísir/getty
Kevin Na kom, sá og sigraði á Greenbrier-meistaramótinu en mótið er hluti af PGA-mótaröðinni. Leikið var í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum.

Fyrir lokahringinn var Kevin einu höggi á eftir forystusauðunum í mótinu, þeim Harold Varner III og Kelly Kraft. Þeir gáfu eftir á lokahringnum á meðan Kevin steig á bensíngjöfina.

Kevin spilaði frábært golf á lokahringnum. Hann fékk einungis einn skolla en sjö fugla. Hinar holurnar fór hann á pari og endaði því dag fjögur á 64 höggum.

Bandaríkjamaðurinn Kevin Na var því að vinna sinn annan risatitil á ferlinum en enginn veitti honum mótspyrnu á lokahringnum. Hann vann með fimm höggum en næstur kom Kelly Kraft. Í þriðja og fjórða sætinu voru svo Jason Kokrak og Brandt Snedeker.

Harold Varner III, sá sem leiddi fyrir lokahringinn, gaf heldur betur eftir en hann endaði að lokum í fimmta sætinu. Hann spilaði síðasta hringinn á tveimur höggum yfir pari.

Bubba Watson náði sér ekki á strik en hann endaði samtals á níu undir pari og í þrettánda sætinu. Phil Mickelson endaði í 65. sætinu á einu höggi undir pari.

Sigurvegarinn frá því í fyrra, Xander Schauffele, spilaði skelfilega á lokahringnum og endaði í 21. sætinu. Hann spilaði lokahringinn á fimm höggum yfir pari eftir að hafa verið í toppbaráttunni framan af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×