Golf

Erfiðar fimm holur Haraldar | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Haraldur Franklín fór vel af stað á seinni níu.
Haraldur Franklín fór vel af stað á seinni níu. vísir/getty
Haraldur Franklín Magnús var fjórum höggum yfir pari eftir fyrri níu holurnar á Opna breska meistaramótinu í golfi þar sem að hann spilar nú fyrstur íslenskra karlkylfinga.

GR-ingurinn fékk einn skolla á fyrstu fjórum holunum en á holum fimm til níu fékk hann þrjá skolla; á holum fimm, átta og níu. Hola fimm og níu eru par fjögur en Haraldur spilaði þær á fimm höggum. Hann fór svo par þrjú holuna á áttundu á fjórum höggum.

Hann kláraði fyrri níu holurnar samtals á 40 höggum eða fjórum höggum yfir pari sem fyrr segir. Haraldur byrjaði seinni níu reyndar á fugli þannig það horfir til betri vegar.

Þorsteinn Hallgrímsson, sérfræðingur Golfstöðvarinnar, og Friðrik Þór Halldórsson, myndatökumaður, fylgja Haraldi eftir hvert fótmál og koma reglulega með innkomur á Golfstöðinni þar sem að allir keppnisdagarnir eru sýndir.

Hér að neðan má sjá gengi Haraldar og högg hans á holum fimm til níu en fyrr í morgun mátti sjá hvernig honum gekk á holum eitt til þrjú.

Beina textalýsingu frá fyrsta hring Haraldar má finna hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×