Viðskipti erlent

Daglegur notendahópur Snapchat minnkar verulega

Bergþór Másson skrifar
Notendum Snapchat hefur fækkað töluvert síðastliðna mánuði.
Notendum Snapchat hefur fækkað töluvert síðastliðna mánuði. Vísir/Getty
Notendatölur og ársfjórðungstekjur samfélagsmiðilsins Snapchat hafa verið opinberaðar í nýrri skýrslu móðurfyrirtækisins, Snap Inc.

Daglegum notendum forritsins hefur fækkað úr 191 milljónum, niður í 188 milljónir, fyrsta árfjórðung ársins 2018.

Þessi þriggja milljóna lækkun daglegs notendahóps er í fyrsta skipti í sögu fyrirtækisins sem notendum forritsins fækkar.

Þrátt fyrir mikla notendaminnkun jukust tekjur fyrirtækisins, 262 milljónir Bandaríkjadala, (28,2 milljarðar króna) um 11,9% frá síðasta ársfjórðungi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×