Handbolti

Barein búið að vinna alla leikina sína undir stjórn Arons

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Kristjánsson.
Aron Kristjánsson. vísir/getty
Barein vann fjórða leikinn sinn í röð á Asíuleikunum í handbolta í dag þegar liðið vann íranska landsliðið með sex marka mun, 29-23.

Þetta er fyrsta stórmót íslenska þjálfarans Arons Kristjánssonar með liðið en hann tók við því af Guðmundi Guðmundssyni.

Barein var 16-13 yfir í hálfleik og vann seinni hálfleikinn síðan 13-10.

Ali Salman var markahæstur með 7 mörk úr 11 skotum en Mohammed Ahmed skoraði 5 mörk úr 8 skotum.

Barein vann alla þrjá leiki sína í riðlinum á Írak (30-24), á Indlandi (32-25) og á Taívan (37-21). Leikurinn í dag var síðan fyrsti leikurinn í milliriðlinum.

Framundan eru síðan leikir við Suður-Kóreu og Hong Kong en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í milliriðlinum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×