Handbolti

Stórleikur Ómars í ellefu marka sigri á meisturunum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ómar Ingi Magnússon.
Ómar Ingi Magnússon. vísir/Ernir
Ómar Ingi Magnússon átti stórleik þegar Íslendingaliðin Álaborg og Skjern mættust í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Ómar skoraði átta mörk í níu skotum í stórsigri Álaborgar á Danmerkurmeisturunum í Skjern. Hann átti þar að utan níu stoðsendingar.

Leiknum lauk með 37-26 sigri heimamanna í Álaborg. Staðan var 19-14 fyrir Álaborg í hálfleik. Gestirnir komust yfir eftir um tíu mínútna leik í 5-6 en heimamenn náðu aftur forystu í 7-6 og gáfu hana aldrei aftur.

Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk fyrir Álaborg. Tandri Már Konráðsson komst ekki á blað hjá Skjern. Björgvin Páll Gústavsson var aðeins með 16 prósenta markvörslu fyrir Skjern, varði þrjú af 18 skotum sem hann fékk á sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×