Golf

Tveir fuglar í lokin björguðu deginum fyrir Ólafíu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ólafía Þórunn.
Ólafía Þórunn. Vísir/Getty
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í baráttunni í neðri hluta Estrella Damm Open mótsins sem fram fer á Spáni um helgina. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.

Ólafía lék ágætlega í gær og tryggði sig í gegnum niðurskurðinn. Hún náði hins vegar ekki að klifra ofar í töfluna í dag og er langt frá efstu konum.

Hún var á einu höggi undir pari í mótinu fyrir hringinn í dag. Eftir pör á fyrstu sjö holum dagsins nældi hún í fugl en fékk svo fljótt aftur skolla.

Þegar stutt var eftir á hringnum var Ólafía á meðal neðstu kvenna í mótinu eftir niðurskurðinn. Tveir fuglar á síðustu fjórum holunum björguðu hins vegar deginum.

Hún kláraði leik á tveimur höggum undir pari og er samtals á þremur höggum undir pari í mótinu jöfn í 43. sæti.

Þegar þessi frétt er skrifuð er Anne van Dam frá Hollandi efst á 20 höggum undir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×