Handbolti

Arnar Birkir öflugur í Íslendingaslag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnar Birkir svífur í landsleik.
Arnar Birkir svífur í landsleik. vísir/ernir
Arnar Birkir Hálfdánsson átti góðan leik fyrir SönderjyskE sem gerði sér lítið fyrir og lagði toppbaráttulið GOG að velli, 33-30, í Íslendingaslag í dönsku deildinni í kvöld.

GOG var einu marki yfir í hálfleik 15-14 en heimamenn í SönderjyskE snéru við taflinu í síðari hálfeik og unnu að endingu þriggja marka sigur.

Arnar Birkir skoraði sex mrk úr átta skotum og gaf þrjár stoðsendingar fyrir SönderjyskE sem er í áttunda sætinu. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fjögur mörk úr átta skotum en GOG er í öðru sætinu.

Björgvin Páll Gústavsson varði ekkert af þeim fjórum skotum sem hann reyndi við er Skjern tapaði óvænt fyrir Skanderborg á útivelli, 29-28. Skjern er í sjötta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×