Fótbolti

Tvær breytingar á lands­liðs­hópnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dagur Dan Þórhallsson kemur inn í hópinn. Hann á að baki fimm A-landsleiki.
Dagur Dan Þórhallsson kemur inn í hópinn. Hann á að baki fimm A-landsleiki. Vísir/Diego

Tvær breytingar hafa verið gerðar á hópi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sem mætir Svartfjallalandi og Wales í Þjóðadeild UEFA á næstu dögum.

Þeir Kolbeinn Birgir Finnsson og Daníel Leó Grétarsson eru meiddir og hafa dregið sig úr hópnum fyrir komandi verkefni. 

Í þeirra stað koma Dagur Dan Þórhallsson, leikmaður Orlando City í MLS-deildinni í Bandaríkjunum, og Hlynur Freyr Karlsson, leikmaður Brommapojkarna í Svíþjóð.

Ísland sækir Svartfjallaland heim þann 16. nóvember og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þremur dögum síðar, þann 19. nóvember, ferðast strákarnir til Wales og mæta þar heimamönnum í síðasta leik þjóðanna í Þjóðadeildinni.


Tengdar fréttir

„Við ræðum það ekki við fjölmiðla“

Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide vildi hafa Gylfa Þór Sigurðsson í landsliðshópi Íslands fyrir komandi verkefni í Þjóðadeild karla í fótbolta. Gylfi komst hins vegar að samkomulagi við KSÍ um að hann myndi hvíla í leikjunum tveimur.

Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi

Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og stjórn KSÍ hafa ekki rætt um framhaldið á samstarfi sínu. Uppsagnarákvæði er í samningi Hareide sem hægt er að virkja í lok þessa mánaðar og sjálfur er Norðmaðurinn fámall aðspurður hvort hann vilji halda áfram með liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×