Sport

Sara vann "Strength in Depth“ og er komin á heimsleikana

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sara fagnar.
Sara fagnar. mynd/bára einarsdóttir
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er búin að tryggja sér sæti á heimsleikunum í Crossfit sem fara fram í Madison í ágúst eftir sigur á „Streng in Depth“-mótinu í London um helgina.

Sigur á mótaröðinni tryggði sæti á heimsleikunum í ágúst en Katrín Tanja Davíðsdóttir hafði nú þegar tryggt sér sæti á leikunum.

Eftir fyrri daginn í gær var Sara með tuttugu stiga forystu en hún vann fyrstu greinina í dag og kom sér í góða stöðu. Hún lenti í öðru sæti í seinni greininni og það skilaði henni toppsætinu.

Sara endaði samanlagt með 682 stig en í öðru sæti var Jamie Greene með 638 stig. Í þriðja sætinu var Danie Speegle frá Bandaríkjunum með 602 stig.

Þuríður Erla Helgadóttir gerði sér lítið fyrir og kleif upp töfluna en hún var í sjöunda sæti fyrir daginn í dag. Hún hafnaði að lokum í fjórða sæti.

Björk Óðinsdóttir endaði í sextánda sæti í fyrstu grein dagsins og 38. sæti í þeirri síðari, sem skilaði henni sæti neðar í töflunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×