Handbolti

Óðinn Þór markahæstur í stórtapi gegn Kiel

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson.
Óðinn Þór Ríkharðsson. Skjámynd/Youtube/IHF
Það var Íslendingaslagur í EHF-bikarnum í handbolta í dag þegar lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel fengu Óðinn Þór Ríkharðsson og félaga í GOG í heimsókn.

Skemmst er frá því að segja að Kiel rúllaði yfir danska liðið og var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi lenda. Fór að lokum svo að Kiel vann 14 marka sigur, 37-23, eftir að hafa leitt með níu mörkum í leikhléi, 19-10.

Óðinn Þór átti þó fínan leik í hægra horninu hjá GOG en hann var markahæsti leikmaður liðsins með sex mörk.

Niclas Ekberg fór mikinn í liði Kiel og gerði 10 mörk en Rune Dahmke bætti við níu mörkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×