Handbolti

Markvörður tryggði sigurinn með tveimur mörkum á 22 sekúndum | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Magnaðar lokasekúndur.
Magnaðar lokasekúndur. mynd/skjáskot
Það voru heldur betur senur á lokasekúndunum í leik VÁC og Siófok í 16. umferð ungversku deildarinnar í handbolta kvenna á dögunum þegar að markvörður heimakvenna tryggði sínu liði sigurinn með ekki einu heldur tveimur mörkum á lokasekúndunum.

Gestirnir í Siófok voru í sókn, marki yfir, þegar að 30 sekúndur voru eftir. Þeir voru manni færri og tóku því markvörðinn úr markinu til að bæta við sóknarmanni en slæm línusending skilaði marki í autt netið hjá þeim.

Brasilíski markvörðurinn Barbara Arenhart var fljót að átta sig og skaut fallegu skoti yfir allan völlinn og jafnaði metin en hún lét skotið ríða af þegar að 22 sekúndur voru eftir af leiknum.

Aftur fóru gestirnir í sókn, núna með jafna stöðu, en Siófók fékk aukakast þegar að sex sekúndur voru eftir. Þær stilltu upp í skot sem að Arenhart greip í markinu og gerði hún sér lítið fyrir og þrumaði boltanum aftur yfir allan völlinn og í netið.

Þetta reyndist sigurmarkið og Brassinn í markinu svo sannarlega hetjan eftir þessi tvö ótrúlegu mörk á þessum ótrúlegu lokasekúndum.

Hér að neðan má sjá þessi ótrúlegu tilþrif.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×