Handbolti

Stórsigur Óðins og félaga

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson
Óðinn Þór Ríkharðsson mynd/GOG
Danska liðið GOG vann stórsigur á Azoty-Pulawy í riðlakeppni EHF bikarsins í handbolta.

Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og skiptust liðin á forystunni. Það voru hins vegar heimamenn sem fóru með tveggja marka forystu 21-19 í hálfleik.

GOG byrjaði seinni hálfleik á 6-1 kafla og áður en tíu mínútur voru búnar af hálfleiknum var munurinn kominn í átta mörk. Danirnir héldu áfram að sigla fram úr og unnu öruggan 41-29 sigur.

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði þrjú mörk fyrir GOG.

GOG hefur unnið þrjá af leikjum sínum í riðlinum og er í öðru sæti á eftir Kiel. Azoty-Pulawy hefur hins vegar ekki unnið leik.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×