Lögreglumaður tók við ákæru fyrir hönd síbrotamanns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2019 15:12 Lögreglumaður virðist hafa verið boðaður á lögheimili ákærða hér á landi til að taka við ákæru á hendur honum. Vísir/Vilhelm Íslenskur karlmaður var í desember 2016 dæmdur í sex mánaða fangelsi í héraðsdómi án þess að vita að málið væri til meðferðar hjá dómstólnum. Ákæran á hendur manninum vart birt lögreglumanni sem hafði engin tengsl við ákærða heldur virðist einfaldlega hafa verið fenginn til að taka við ákærunni. Maðurinn, Friðrik Ottó Friðriksson, mætti fyrir vikið ekki í dómstólinn þegar mál hans var til meðferðar og enginn sem hélt uppi vörnum. Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að birting ákærunnar fyrir ótengdum lögreglumanni hefði verið á meðal galla á meðferð málsins. Sú skylda hvíli á þeim sem taki við ákæru fyrir hönd annarra að koma henni til skila. Ekkert bendi til þess að það hafi verið gert. Honum hafi ekki verið gefinn kostur á að halda uppi vörnum eins og hann eigi rétt á samkvæmt stjórnarskránni og Mannréttindadómstólnum. Friðrik Ottó fór fram á við endurupptökunefnd að mál hans yrði tekið upp og flutt að nýju en þeirri beiðni var hafnað. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úrskurð nefndarinnar úr gildi í dag. Lögmaður Friðriks Ottós segist munu fara fram á að að endurupptökunefnd endurskoði beiðnina og málið tekið fyrir að nýju í héraðsdómi.Sara Pálsdóttir, lögmaður Friðriks Ottós.LausnirÁttu von á niðurstöðunni Sara Pálsdóttir, lögmaður Friðriks Ottó, fagnar niðurstöðunni í samtali við Vísi sem sé afdráttarlaus. Þar segir að ekki hafi verið rétt staðið að birtingu ákæru og sömuleiðis fyrirkalls fyrir dóminn. Því hafi ekki mátt dæma í málinu sem játningamál. „Við áttum von á að fá þessa niðurstöðu því þetta gat aldrei gengið upp,“ segir Sara. Sem fyrr segir hlaut Friðrik Ottó sex mánaða dóm en þar kom fram að hann hefði játað aðild að málinu. Sara minnir á að það hafi verið í Danmörku og þar séu öll skjöl á dönsku. Hún hafi enn ekki skoðað skjölin enda dönskukunnátta hennar ekki upp á marga fiska.Margdæmdur fyrir auðgunarbrot Vísir var á meðal þeirra miðla sem greindi frá sex mánaða dómi Friðriks Ottó í desember 2016. Friðrik Ottó hefur margsinnis sætt refsingu fyrir auðgunarbrot en í þetta skiptið var dómurinn felldur fyrir brot í Danmörku. Friðrik var dæmdur fyrir hylmingu með því að hafa frá 7. apríl 2012 til lok febrúar 2013 keypt af óþekktum aðila í Danmörku samtals átta málverk sem metin eru á 126.000 danskar krónur, eða rúmar tvær milljónir íslenskra króna. Málverkunum var stolið í innbroti í Næstved í Danmörku helgina 7.-8. apríl 2012. Þá var hann einnig dæmdur fyrir að hafa frá 18. janúar til lok febrúar 2013 keypt bifreið af gerðinni Porsche 911 Carrera frá óþekktum aðila. Bifreiðin var metin á 450 þúsund danskar krónur eða 7,2 milljónir íslenskra króna.Bifreiðinni var stolið í Holbæk í Danmörku á tímabilinu 18.-20. janúar 2013. Bæði brotin voru framin í samverknaði við Anders Hansen og geymdu þeir bifreiðina og málverkin í gámi í Næstved í Danmörku. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands segir að Friðriki hafi verið ljóst, eða mátti vera ljóst að bifreiðin og málverkin voru þýfi. Íslenska ríkið metur nú hvort tilefni sé til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar.Lesa má dóminn í heild sinni hér. Danmörk Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Stolinn Porsche og dýr málverk á samvisku íslensks síbrotamanns í Danmörku Maðurinn hefur tíu sinnum áður sætt refsingu vegna auðgunarbrota. 15. desember 2016 11:35 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Íslenskur karlmaður var í desember 2016 dæmdur í sex mánaða fangelsi í héraðsdómi án þess að vita að málið væri til meðferðar hjá dómstólnum. Ákæran á hendur manninum vart birt lögreglumanni sem hafði engin tengsl við ákærða heldur virðist einfaldlega hafa verið fenginn til að taka við ákærunni. Maðurinn, Friðrik Ottó Friðriksson, mætti fyrir vikið ekki í dómstólinn þegar mál hans var til meðferðar og enginn sem hélt uppi vörnum. Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að birting ákærunnar fyrir ótengdum lögreglumanni hefði verið á meðal galla á meðferð málsins. Sú skylda hvíli á þeim sem taki við ákæru fyrir hönd annarra að koma henni til skila. Ekkert bendi til þess að það hafi verið gert. Honum hafi ekki verið gefinn kostur á að halda uppi vörnum eins og hann eigi rétt á samkvæmt stjórnarskránni og Mannréttindadómstólnum. Friðrik Ottó fór fram á við endurupptökunefnd að mál hans yrði tekið upp og flutt að nýju en þeirri beiðni var hafnað. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úrskurð nefndarinnar úr gildi í dag. Lögmaður Friðriks Ottós segist munu fara fram á að að endurupptökunefnd endurskoði beiðnina og málið tekið fyrir að nýju í héraðsdómi.Sara Pálsdóttir, lögmaður Friðriks Ottós.LausnirÁttu von á niðurstöðunni Sara Pálsdóttir, lögmaður Friðriks Ottó, fagnar niðurstöðunni í samtali við Vísi sem sé afdráttarlaus. Þar segir að ekki hafi verið rétt staðið að birtingu ákæru og sömuleiðis fyrirkalls fyrir dóminn. Því hafi ekki mátt dæma í málinu sem játningamál. „Við áttum von á að fá þessa niðurstöðu því þetta gat aldrei gengið upp,“ segir Sara. Sem fyrr segir hlaut Friðrik Ottó sex mánaða dóm en þar kom fram að hann hefði játað aðild að málinu. Sara minnir á að það hafi verið í Danmörku og þar séu öll skjöl á dönsku. Hún hafi enn ekki skoðað skjölin enda dönskukunnátta hennar ekki upp á marga fiska.Margdæmdur fyrir auðgunarbrot Vísir var á meðal þeirra miðla sem greindi frá sex mánaða dómi Friðriks Ottó í desember 2016. Friðrik Ottó hefur margsinnis sætt refsingu fyrir auðgunarbrot en í þetta skiptið var dómurinn felldur fyrir brot í Danmörku. Friðrik var dæmdur fyrir hylmingu með því að hafa frá 7. apríl 2012 til lok febrúar 2013 keypt af óþekktum aðila í Danmörku samtals átta málverk sem metin eru á 126.000 danskar krónur, eða rúmar tvær milljónir íslenskra króna. Málverkunum var stolið í innbroti í Næstved í Danmörku helgina 7.-8. apríl 2012. Þá var hann einnig dæmdur fyrir að hafa frá 18. janúar til lok febrúar 2013 keypt bifreið af gerðinni Porsche 911 Carrera frá óþekktum aðila. Bifreiðin var metin á 450 þúsund danskar krónur eða 7,2 milljónir íslenskra króna.Bifreiðinni var stolið í Holbæk í Danmörku á tímabilinu 18.-20. janúar 2013. Bæði brotin voru framin í samverknaði við Anders Hansen og geymdu þeir bifreiðina og málverkin í gámi í Næstved í Danmörku. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands segir að Friðriki hafi verið ljóst, eða mátti vera ljóst að bifreiðin og málverkin voru þýfi. Íslenska ríkið metur nú hvort tilefni sé til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar.Lesa má dóminn í heild sinni hér.
Danmörk Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Stolinn Porsche og dýr málverk á samvisku íslensks síbrotamanns í Danmörku Maðurinn hefur tíu sinnum áður sætt refsingu vegna auðgunarbrota. 15. desember 2016 11:35 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Stolinn Porsche og dýr málverk á samvisku íslensks síbrotamanns í Danmörku Maðurinn hefur tíu sinnum áður sætt refsingu vegna auðgunarbrota. 15. desember 2016 11:35