Nesti frekar en einnota umbúðir úr bensínstöðvahillum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júlí 2019 11:30 Rakel Garðarsdóttir segir skipulagningu lykilinn að því að draga úr notkun á einnota umbúðum og öðru slíku. Vísir/Valgarður Rakel Garðarsdóttir, forsvarsmaður samtakanna Vakandi, sem stofnuð voru til vitundarvakningar um matarsóun, bendir ferðalöngum sem vilja draga úr notkun einnota plastumbúða, og þannig minnka mengun, á að taka með sér nesti og leirtau að heiman. Þannig geti verið gott að taka kaffi með sér í þar til gerðum brúsa, því auðvelt sé að fá áfyllingu á hann á ferðalagi um landið í stað þess að notast við einnota plast- eða pappamál. „Þá var alltaf tekið nesti, aldrei stoppað neins staðar. Þetta sýnir hvað það er stutt síðan. Í dag tekur fólk alveg nesti, en maður sér það ef maður stoppar á bensínstöðvum, það er alltaf stútfullt. Ég held að við ættum að reyna snúa okkur aftur þangað áður en það er orðið of seint, því það er svo stutt síðan,“ segir Rakel en hún var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Rakel segir lykilinn að því að draga úr þeirri mengun sem hlýst af notkun einnota umbúða vera skipulag. Ráðleggur hún fólki sem hyggur á ferðalög að taka með sér það sem það veit að það ætlar að nota. „Það er ekkert jafn flókið og maður heldur. Maður heldur að hitt sé þægilegra en það eru raðir alls staðar, maður er alltaf fúll yfir því hvað er í boði, það kostar rosalega mikið. Eins og með kaffi, ef við byrjum bara á því, að taka með sér kaffi á thermo-brúsann sinn. Þá á maður hann fyrsta daginn, þá er alls staðar hægt að fá að hella upp á og fylla hann endalaust,“ segir Rakel og bendir á að stakur kaffibolli í pappamáli kosti upp undir fimm til sex hundruð krónur í vegasjoppum landsins. „Þetta er fljótt að safnast saman.“Minni líkur á að fólk hendi mat sem það útbjó sjálft Rakel bendir einnig á kosti þess að útbúa sinn eigin mat áður en haldið er í ferðalagið. Eins bendir hún á kosti þess að hafa með sér eigið leirtau í ferðalagið. „Maður veit að manni finnst þetta gott [nesti sem fólk útbýr sjálft]. Í matarsóun er talað um það að það er vanvirðing við matinn að henda honum og það er oft betra að hafa einmitt lagt smá í hann sjálfur, ást og umhyggju, þegar maður útbýr það. Þá hendir maður því síður. Líka að hafa með sér leirtau, ekki alltaf þetta einnota pappadrasl. Það er þetta einnota sem er umhverfisógnin,“ segir Rakel og bætir við að ekkert sé að því að notast við plastdiska, svo lengi sem þeir eru notaðir aftur og aftur.Sjá einnig: Fær sendar myndir af óskemmdum mat í gámum oft í vikuMismunandi flokkunaraðstaða milli sveitarfélaga Rakel segir afar ólíkt hvernig flokkun er háttað milli sveitarfélaga landsins. Oft reynist þrautinni þyngra fyrir samviskusama ferðalanga að flokka þannig að vel gangi. „Maður lendir í stökustu vandræðum oft með að flokka úti á landi. Oft er maður skeptískur á það hvar það endar. Þó að einhver myndi bjóða upp á það, ef maður sér bara flokkun á einum stað, þá er maður svona: „Bíddu, er þetta alvöru eða ekki?“ Þá er alltaf best að skola þetta vel, allavega plastið, og ef maður finnur enga alvöru flokkunarstöð eða endurvinnslutunnu, að taka þetta bara með sér aftur,“ segir Rakel og bendir fólki á að lítið sem ekkert mál sé að taka ruslið með sér aftur heim, í poka í skottinu. Þá veltir Rakel því upp hvort taka eigi upp skilagjald, eins og þekkist hér á landi fyrir flöskur og dósir, og leggja á annan plastúrgang. „Maður fær endurgjald, maður fær umbun fyrir að skila þeim inn [flöskum og dósum]. Þá fattar fólk að þetta eru verðmæti. Það er spurning hvort við viljum ekki bara taka það upp með annars konar flokkun líka. Þú fáir bara fimmkall fyrir plasthlutinn sem þú ert að skila inn,“ segir Rakel. Leiða má líkur að því að slíkt kerfi myndi auka plastflokkun umtalsvert.Fimm ára bið eftir lífrænni tunnu Í viðtalinu beindi Rakel sjónum sínum ekki bara að ferðalögum um landsbyggðina. Hún segir einnig ýmislegt vera athugavert þegar kemur að flokkun í höfuðborginni. „Nú bý ég í Reykjavík. Ég er búin að vera að bíða eftir lífrænni tunnu í Reykjavík síðan 2014. Það gerist allt rosalega hægt, en það er alveg búið að vera alvöru umræða um það,“ en slík tunna kæmi til með að vera notuð undir lífrænan úrgang, moltu og fleira slíkt. „Það er eins og með matarsóun og með allt, allan úrgang frá okkur, hvort sem það er plastið eða matur eða hvað sem það er. Við verðum að fara að líta á þetta sem hráefni og taka ábyrgð, þetta er ekki rusl,“ segir Rakel. Að lokum biður Rakel þá sem kunni að rekast á fjúkandi rusl á ferð sinni um landið, að tína það upp í stað þess að yppta öxlum og láta sígarettustubba eða plastpoka fjúka um fjörur landsins. „Tínum saman upp ruslið um landið í sumar.“ Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Rakel Garðarsdóttir, forsvarsmaður samtakanna Vakandi, sem stofnuð voru til vitundarvakningar um matarsóun, bendir ferðalöngum sem vilja draga úr notkun einnota plastumbúða, og þannig minnka mengun, á að taka með sér nesti og leirtau að heiman. Þannig geti verið gott að taka kaffi með sér í þar til gerðum brúsa, því auðvelt sé að fá áfyllingu á hann á ferðalagi um landið í stað þess að notast við einnota plast- eða pappamál. „Þá var alltaf tekið nesti, aldrei stoppað neins staðar. Þetta sýnir hvað það er stutt síðan. Í dag tekur fólk alveg nesti, en maður sér það ef maður stoppar á bensínstöðvum, það er alltaf stútfullt. Ég held að við ættum að reyna snúa okkur aftur þangað áður en það er orðið of seint, því það er svo stutt síðan,“ segir Rakel en hún var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Rakel segir lykilinn að því að draga úr þeirri mengun sem hlýst af notkun einnota umbúða vera skipulag. Ráðleggur hún fólki sem hyggur á ferðalög að taka með sér það sem það veit að það ætlar að nota. „Það er ekkert jafn flókið og maður heldur. Maður heldur að hitt sé þægilegra en það eru raðir alls staðar, maður er alltaf fúll yfir því hvað er í boði, það kostar rosalega mikið. Eins og með kaffi, ef við byrjum bara á því, að taka með sér kaffi á thermo-brúsann sinn. Þá á maður hann fyrsta daginn, þá er alls staðar hægt að fá að hella upp á og fylla hann endalaust,“ segir Rakel og bendir á að stakur kaffibolli í pappamáli kosti upp undir fimm til sex hundruð krónur í vegasjoppum landsins. „Þetta er fljótt að safnast saman.“Minni líkur á að fólk hendi mat sem það útbjó sjálft Rakel bendir einnig á kosti þess að útbúa sinn eigin mat áður en haldið er í ferðalagið. Eins bendir hún á kosti þess að hafa með sér eigið leirtau í ferðalagið. „Maður veit að manni finnst þetta gott [nesti sem fólk útbýr sjálft]. Í matarsóun er talað um það að það er vanvirðing við matinn að henda honum og það er oft betra að hafa einmitt lagt smá í hann sjálfur, ást og umhyggju, þegar maður útbýr það. Þá hendir maður því síður. Líka að hafa með sér leirtau, ekki alltaf þetta einnota pappadrasl. Það er þetta einnota sem er umhverfisógnin,“ segir Rakel og bætir við að ekkert sé að því að notast við plastdiska, svo lengi sem þeir eru notaðir aftur og aftur.Sjá einnig: Fær sendar myndir af óskemmdum mat í gámum oft í vikuMismunandi flokkunaraðstaða milli sveitarfélaga Rakel segir afar ólíkt hvernig flokkun er háttað milli sveitarfélaga landsins. Oft reynist þrautinni þyngra fyrir samviskusama ferðalanga að flokka þannig að vel gangi. „Maður lendir í stökustu vandræðum oft með að flokka úti á landi. Oft er maður skeptískur á það hvar það endar. Þó að einhver myndi bjóða upp á það, ef maður sér bara flokkun á einum stað, þá er maður svona: „Bíddu, er þetta alvöru eða ekki?“ Þá er alltaf best að skola þetta vel, allavega plastið, og ef maður finnur enga alvöru flokkunarstöð eða endurvinnslutunnu, að taka þetta bara með sér aftur,“ segir Rakel og bendir fólki á að lítið sem ekkert mál sé að taka ruslið með sér aftur heim, í poka í skottinu. Þá veltir Rakel því upp hvort taka eigi upp skilagjald, eins og þekkist hér á landi fyrir flöskur og dósir, og leggja á annan plastúrgang. „Maður fær endurgjald, maður fær umbun fyrir að skila þeim inn [flöskum og dósum]. Þá fattar fólk að þetta eru verðmæti. Það er spurning hvort við viljum ekki bara taka það upp með annars konar flokkun líka. Þú fáir bara fimmkall fyrir plasthlutinn sem þú ert að skila inn,“ segir Rakel. Leiða má líkur að því að slíkt kerfi myndi auka plastflokkun umtalsvert.Fimm ára bið eftir lífrænni tunnu Í viðtalinu beindi Rakel sjónum sínum ekki bara að ferðalögum um landsbyggðina. Hún segir einnig ýmislegt vera athugavert þegar kemur að flokkun í höfuðborginni. „Nú bý ég í Reykjavík. Ég er búin að vera að bíða eftir lífrænni tunnu í Reykjavík síðan 2014. Það gerist allt rosalega hægt, en það er alveg búið að vera alvöru umræða um það,“ en slík tunna kæmi til með að vera notuð undir lífrænan úrgang, moltu og fleira slíkt. „Það er eins og með matarsóun og með allt, allan úrgang frá okkur, hvort sem það er plastið eða matur eða hvað sem það er. Við verðum að fara að líta á þetta sem hráefni og taka ábyrgð, þetta er ekki rusl,“ segir Rakel. Að lokum biður Rakel þá sem kunni að rekast á fjúkandi rusl á ferð sinni um landið, að tína það upp í stað þess að yppta öxlum og láta sígarettustubba eða plastpoka fjúka um fjörur landsins. „Tínum saman upp ruslið um landið í sumar.“
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira