Segir viðurlög við framleigu íbúða mjög skýr Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júlí 2019 20:00 Kona sem vistuð var í fangageymslu í nótt, vegna elds sem kom upp í stúdentaíbúð í gær, hefur verið látin laus. Aðstoðaryfirlögregluþjónn tjáir sig ekki um hvort grunur sé um íkveikju, en konan sem um ræðir er ekki leigutaki íbúðarinnar. Upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta segir riftun á leigusamningi koma til greina hafi leigutaki íbúðarinnar framleigt hana andstætt reglum stofnunarinnar. Íbúðin sem eldur kviknaði í að Eggertgötu um kvöldmatarleytiðí gær er gjörónýt. Vel gekk að slökkva eldinn og breiddi hann ekki úr sér í aðrar íbúðir. Í íbúðinni var kona í annarlegu ástandi þegar eldur kom þar upp. Var hún vistuð í fangageymslu í nótt og yfirheyrð um hádegisbil í dag. Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, var konan látin laus í dag. Hann vill ekki tjá sig um eldsupptök né hvort grunur sé um íkveikju. Hann býst þó við að rannsókn verði lokiðá föstudag. Íbúðin sem um ræðir er stúdentaíbúð í eigu Félagsstofnunar stúdenta en þar búa einungis nemendur Háskóla Íslands. Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi stofnunarinnar staðfestir að konan sem gisti fangageymslu sé ekki leigutaki íbúðarinnar. „Við höfum að sjálfsögðu verið í sambandi við leigutakann í dag. Það náttúrulega var þarna stór bruni og allt innbú og íbúðin sjálf er stórskemmd,“ sagði Rebekka Sigurðardóttir Hún segir að dæmi séu um að leigutakar framleigi íbúðir sem er andstætt reglum Félagsstofnunar stúdenta. Óljóst sé hvort staðan sé sú í þessu tilviki. „Viðurlögin við framleigu eru mjög skýr og það er hart á því tekið, það skiptir ekki máli hvort að fólk framleigi gegn eða án greiðslu til lengri eða skemmri tíma, brot varða tafarlausri riftun á leigusamningi,“ sagði Rebekka. Hún segir leigutaka meðvitaða um banni við framlegu enda séu þeir duglegir að láta stofnunina vita verði þeir varir við framleigu. Leigan á Stúdentaörðum er lág, stúdentum í hag og því að sögn Rebekku ekki boðlegt að leigutakar framleigi íbúð og græði á því peninga. „Og svo eins og ég segi er líka mjög mikilvægt að standa vörð um það að íbúar séu öruggir á sínu heimili og eigi ekki von á því að einhverjir óviðkomandi séu þar á ferð,“ sagði Rebekka.Slökkvistarfi lauk klukkan hálf átta í gærkvöld. fréttablaðið/Sigtryggur Ari Húsnæðismál Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Konan sem vistuð var í fangageymslu í nótt vegna brunans er ekki leigutaki íbúðarinnar Leigutökum stúdentaíbúða FS er óheimilt að framleigja íbúðirnar 10. júlí 2019 12:15 Konan laus úr haldi lögreglu Kona sem vistuð var í fangageymslu lögreglu eftir að eldur kom upp í stúdentaíbúð við Eggertsgötu hefur verið látin laus. 10. júlí 2019 16:06 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Kona sem vistuð var í fangageymslu í nótt, vegna elds sem kom upp í stúdentaíbúð í gær, hefur verið látin laus. Aðstoðaryfirlögregluþjónn tjáir sig ekki um hvort grunur sé um íkveikju, en konan sem um ræðir er ekki leigutaki íbúðarinnar. Upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta segir riftun á leigusamningi koma til greina hafi leigutaki íbúðarinnar framleigt hana andstætt reglum stofnunarinnar. Íbúðin sem eldur kviknaði í að Eggertgötu um kvöldmatarleytiðí gær er gjörónýt. Vel gekk að slökkva eldinn og breiddi hann ekki úr sér í aðrar íbúðir. Í íbúðinni var kona í annarlegu ástandi þegar eldur kom þar upp. Var hún vistuð í fangageymslu í nótt og yfirheyrð um hádegisbil í dag. Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, var konan látin laus í dag. Hann vill ekki tjá sig um eldsupptök né hvort grunur sé um íkveikju. Hann býst þó við að rannsókn verði lokiðá föstudag. Íbúðin sem um ræðir er stúdentaíbúð í eigu Félagsstofnunar stúdenta en þar búa einungis nemendur Háskóla Íslands. Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi stofnunarinnar staðfestir að konan sem gisti fangageymslu sé ekki leigutaki íbúðarinnar. „Við höfum að sjálfsögðu verið í sambandi við leigutakann í dag. Það náttúrulega var þarna stór bruni og allt innbú og íbúðin sjálf er stórskemmd,“ sagði Rebekka Sigurðardóttir Hún segir að dæmi séu um að leigutakar framleigi íbúðir sem er andstætt reglum Félagsstofnunar stúdenta. Óljóst sé hvort staðan sé sú í þessu tilviki. „Viðurlögin við framleigu eru mjög skýr og það er hart á því tekið, það skiptir ekki máli hvort að fólk framleigi gegn eða án greiðslu til lengri eða skemmri tíma, brot varða tafarlausri riftun á leigusamningi,“ sagði Rebekka. Hún segir leigutaka meðvitaða um banni við framlegu enda séu þeir duglegir að láta stofnunina vita verði þeir varir við framleigu. Leigan á Stúdentaörðum er lág, stúdentum í hag og því að sögn Rebekku ekki boðlegt að leigutakar framleigi íbúð og græði á því peninga. „Og svo eins og ég segi er líka mjög mikilvægt að standa vörð um það að íbúar séu öruggir á sínu heimili og eigi ekki von á því að einhverjir óviðkomandi séu þar á ferð,“ sagði Rebekka.Slökkvistarfi lauk klukkan hálf átta í gærkvöld. fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Húsnæðismál Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Konan sem vistuð var í fangageymslu í nótt vegna brunans er ekki leigutaki íbúðarinnar Leigutökum stúdentaíbúða FS er óheimilt að framleigja íbúðirnar 10. júlí 2019 12:15 Konan laus úr haldi lögreglu Kona sem vistuð var í fangageymslu lögreglu eftir að eldur kom upp í stúdentaíbúð við Eggertsgötu hefur verið látin laus. 10. júlí 2019 16:06 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Konan sem vistuð var í fangageymslu í nótt vegna brunans er ekki leigutaki íbúðarinnar Leigutökum stúdentaíbúða FS er óheimilt að framleigja íbúðirnar 10. júlí 2019 12:15
Konan laus úr haldi lögreglu Kona sem vistuð var í fangageymslu lögreglu eftir að eldur kom upp í stúdentaíbúð við Eggertsgötu hefur verið látin laus. 10. júlí 2019 16:06