Var of veikur til að samþykkja fimm milljóna millifærslu til unnustu sinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. desember 2019 08:23 Héraðsdómur Vesturlands er í Borgarnesi. Vísir/EGill Sambýliskona bónda sem lést í fyrra var í síðustu viku dæmd í Héraðsdómi Vesturlands til að greiða dánarbúi hans fimm milljónir, sem millifærðar höfðu verið inn á reikning hennar skömmu fyrir andlát hans. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði ekki verið í ástandi til að gera umræddar fjárhagslegar ráðstafanir en konan bar því fyrir sig að þau hefðu samið um að peningurinn gengi til kaupa á bifreið handa henni. Forsaga málsins er sú að við athugun erfingja mannsins á dánarbúi hans kom í ljós að skömmu fyrir andlát hans, eða í byrjun júlí 2018, hafi fimm milljónir króna verið millifærðar af bankareikningi hans inni á bankareikning konunnar. Hún hafði verið sambýliskona mannsins um nokkurra ára skeið fyrir andlátið. Óáttaður og ófær um að taka fjárhagslegar ákvarðanir Þá kemur fram í læknisvottorði sem dómurinn vísar í að nokkrum dögum fyrir millifærsluna, eða í lok júní, hafi maðurinn verið lagður inn á sjúkrahús vegna ruglástands og óáttunar af óljósum toga. Við innlögn hafi hann hvorki verið áttaður á stað né stund. Því til grundvallar liggi próf og rannsókn. Þá kemur fram í vottorðinu að maðurinn hafi á þeim tíma verið „allsendis ófær um að taka ákvarðanir um ráðstöfun eigna sinna og/eða fjármuna“. Konan kvaðst hafa sótt manninn á sjúkrahúsið nokkrum dögum eftir millifærsluna og þá hefði hann dvalið heima í sólarhring. Þar hefði hann verið með það á hreinu að umræddir fjármunir skyldu nýttir til að kaupa bifreið handa konunni sem gæti nýst fyrir þau bæði. Þrjár milljónir af umræddum fimm milljónum gengu til kaupa á bifreiðinni, samkvæmt skýrslu konunnar fyrir dómi. Dánarbúið byggði kröfu sína á því að millifærslan hefði verið peningalán sem konunni bæri að endurgreiða. Ljóst sé að ekki hafi verið um gjöf að ræða, líkt og konan haldi fram. Yrði ekki fallist á að um peningalán væri að ræða yrði byggt á því að um hafi verið að ræða ógilda gjöf, enda hafi maðurinn verið ófær um að taka ákvarðanir um fjármál sín þegar millifærslan átti sér stað. Konan byggði sýknukröfu sína á því að peningurinn hefði verið gjöf. Þau hefðu verið trúlofuð og mikil samstaða með þeim. Þau hefðu jafnframt verið sammála um að ráðstafa þessum fjármunum til að kaupa bifreið fyrir sig. Hún hafnaði því jafnframt að maðurinn hafi verið óhæfur til að gefa umrædda gjöf. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að telja yrði ljóst að maðurinn gat á þeim tíma sem millifærslan var framkvæmd engan veginn gert sér grein fyrir því hvað í þeirri ráðstöfun fælist, hvort sem rætt hafi verið um hana sem gjöf eða lán. Krafa dánarbúsins verði því að fullu tekin til greina og konan þannig dæmd til að greiða dánarbúinu fimm milljónir króna með dráttarvöxtum. Dómsmál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Sambýliskona bónda sem lést í fyrra var í síðustu viku dæmd í Héraðsdómi Vesturlands til að greiða dánarbúi hans fimm milljónir, sem millifærðar höfðu verið inn á reikning hennar skömmu fyrir andlát hans. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði ekki verið í ástandi til að gera umræddar fjárhagslegar ráðstafanir en konan bar því fyrir sig að þau hefðu samið um að peningurinn gengi til kaupa á bifreið handa henni. Forsaga málsins er sú að við athugun erfingja mannsins á dánarbúi hans kom í ljós að skömmu fyrir andlát hans, eða í byrjun júlí 2018, hafi fimm milljónir króna verið millifærðar af bankareikningi hans inni á bankareikning konunnar. Hún hafði verið sambýliskona mannsins um nokkurra ára skeið fyrir andlátið. Óáttaður og ófær um að taka fjárhagslegar ákvarðanir Þá kemur fram í læknisvottorði sem dómurinn vísar í að nokkrum dögum fyrir millifærsluna, eða í lok júní, hafi maðurinn verið lagður inn á sjúkrahús vegna ruglástands og óáttunar af óljósum toga. Við innlögn hafi hann hvorki verið áttaður á stað né stund. Því til grundvallar liggi próf og rannsókn. Þá kemur fram í vottorðinu að maðurinn hafi á þeim tíma verið „allsendis ófær um að taka ákvarðanir um ráðstöfun eigna sinna og/eða fjármuna“. Konan kvaðst hafa sótt manninn á sjúkrahúsið nokkrum dögum eftir millifærsluna og þá hefði hann dvalið heima í sólarhring. Þar hefði hann verið með það á hreinu að umræddir fjármunir skyldu nýttir til að kaupa bifreið handa konunni sem gæti nýst fyrir þau bæði. Þrjár milljónir af umræddum fimm milljónum gengu til kaupa á bifreiðinni, samkvæmt skýrslu konunnar fyrir dómi. Dánarbúið byggði kröfu sína á því að millifærslan hefði verið peningalán sem konunni bæri að endurgreiða. Ljóst sé að ekki hafi verið um gjöf að ræða, líkt og konan haldi fram. Yrði ekki fallist á að um peningalán væri að ræða yrði byggt á því að um hafi verið að ræða ógilda gjöf, enda hafi maðurinn verið ófær um að taka ákvarðanir um fjármál sín þegar millifærslan átti sér stað. Konan byggði sýknukröfu sína á því að peningurinn hefði verið gjöf. Þau hefðu verið trúlofuð og mikil samstaða með þeim. Þau hefðu jafnframt verið sammála um að ráðstafa þessum fjármunum til að kaupa bifreið fyrir sig. Hún hafnaði því jafnframt að maðurinn hafi verið óhæfur til að gefa umrædda gjöf. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að telja yrði ljóst að maðurinn gat á þeim tíma sem millifærslan var framkvæmd engan veginn gert sér grein fyrir því hvað í þeirri ráðstöfun fælist, hvort sem rætt hafi verið um hana sem gjöf eða lán. Krafa dánarbúsins verði því að fullu tekin til greina og konan þannig dæmd til að greiða dánarbúinu fimm milljónir króna með dráttarvöxtum.
Dómsmál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira