„Alveg ljóst að félagsmenn eru mjög ósáttir við þetta og samstaðan er mjög mikil“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 12. maí 2020 09:44 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður FFÍ. Vísir/Arnar Um miðjan apríl lagði Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) fram tilboð til Icelandair um langtímasamning sem, að því er segir í tilkynningu frá félaginu, fól í sér verulegar tilslakanir, aukinn sveigjanleika og lengri vinnutíma. „Slíkar tilslakanir komu verulega til móts við kröfur um fyrirsjáanleika og hefðu haft umtalsverðar kostnaðarlækkanir í för með sér fyrir flugfélagið en að sama skapi kjaraskerðingu fyrir félagsmenn. Icelandair hafnaði þessu tilboði og hefur krafist tugprósenta launalækkana og skerðingar á réttindum flugfreyja/-þjóna til frambúðar,“ segir í tilkynningu Flugfreyjufélagsins sem send var fjölmiðlum á tíunda tímanum nú í morgun. Tilkynninguna má sjá í heild neðst í fréttinni. Flugfreyjufélagið mun kynna tilboð Icelandair sem lagt var fram á samningafundi 10. maí fyrir félagsmönnum á rafrænum fundi í hádeginu í dag. Samninganefnd félagsins hefur hafnað tilboðinu en fyrirtækið óskaði eftir því að það yrði lagt fyrir félagsmenn. Aðspurð hvernig hún telji að félagsmenn muni taka tilboðinu segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður FFÍ, að þeir séu ósáttir. „Við sendum tilboð sem Icelandair setti á borðið 10. maí til allra félagsmanna okkar ásamt skýringum sem við höfum unnið. Þetta var sent í gærkvöldi. Það er alveg ljóst að félagsmenn eru mjög ósáttir við þetta og samstaðan er mjög mikil þannig að ég hef fulla trú að við stöndum fyrir þá afstöðu sem félagsmenn okkar eru með og neitum þessu tilboði,“ segir Guðlaug í samtali við fréttastofu. Hún segist nokkuð viss um að flugfreyjur Icelandair séu til í að leggjast á eitt við að hjálpa fyrirtækinu í gegnum óvissutíma. „Það er ekki spurning að hópurinn myndi gera það en að skerða laun til langs tíma, til frambúðar, er eitthvað sem kemur ekki til greina.“ Ekki hægt að sætta sig við að það eigi að ná samkeppnishæfni með því að lækka laun Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hefur sagt í viðtölum í fjölmiðlum að fjölmörg tækifæri blasi við eftir kórónuveirufaraldurinn en á sama tíma fer fyrirtækið fram á töluverða kjaraskerðingu hjá þeim flugstéttum sem starfa hjá félaginu. Spurð út í þetta og hvort henni þyki þetta mótsagnakennt segir Guðlaug: „Við erum alveg sammála því að það eru fullt af tækifærum fyrir Icelandair í kjölfar þessa heimsfaraldurs og þar kemur góða starfsfólkið honum svo sannarlega til aðstoðar með að leggjast á eitt og gera allt sem Icelandair stendur fyrir. Við stöndum saman og við erum þekkt fyrir afskaplega góða framkomu og góð vinnubrögð. Það að ætla sér að ná samkeppnishæfni út á það að lækka laun starfsmanna það er eitthvað sem við sem þjóðfélag á Íslandi eigum ekki að sætta sig við.“ „Starf flugfreyja/-þjóna er ekki hálaunastarf“ Tilkynningu Flugfreyjufélagsins frá í morgun má sjá í heild hér fyrir neðan: Frá því kórónuveiran lamaði allt flug í mars hefur Flugfreyjufélag Íslands leitað allra leiða til að koma til móts við Icelandair til að hjálpa fyrirtækinu í vandræðum þess. Flugfreyjur/-þjónar hafa verið án kjarasamnings í eitt og hálft ár, og því ekki notið neinna kjarabóta ólíkt flestum á vinnumarkaði, en engu að síður hefur Flugfreyjufélagið boðið Icelandair tilslakanir á kjarasamningi félagsmanna meðan mestu erfiðleikarnir ganga yfir. Þegar um miðjan apríl lagði Flugfreyjufélagið fram tilboð til Icelandair um langtímasamning sem fól í sér verulegar tilslakanir, aukinn sveigjanleika og lengri vinnutíma. Slíkar tilslakanir komu verulega til móts við kröfur um fyrirsjáanleika og hefðu haft umtalsverðar kostnaðarlækkanir í för með sér fyrir flugfélagið en að sama skapi kjaraskerðingu fyrir félagsmenn. Icelandair hafnaði þessu tilboði og hefur krafist tugprósenta launalækkana og skerðingar á réttindum flugfreyja/-þjóna til frambúðar. Starf flugfreyja/-þjóna er ekki hálaunastarf. Meðallaun félagsmanna með áratuga starfsreynslu eru talsvert undir meðallaunum í landinu. Icelandair stillir nú stéttarfélögum upp við vegg og reynir að gera þau ábyrg fyrir stöðunni og þeirri áskorun að skapa fyrirtækinu rekstrargrundvöll til framtíðar með því að umturna gildandi kjarasamningi og samþykkja mikla kjaraskerðingu til framtíðar. Flugfreyjufélagið hefur ekki verið tilbúið að fórna á einu bretti grundvallarréttindum í kjarasamningi, sem tekið hefur áratugi að berjast fyrir, vegna þeirrar tímabundnu stöðu sem uppi er. Þekkt er að á krepputímum sé vegið að kjörum og réttindum vinnandi fólks. Gegn slíku mun Flugfreyjufélag Íslands standa. Fréttin hefur verið uppfærð. Vinnumarkaður Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Um miðjan apríl lagði Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) fram tilboð til Icelandair um langtímasamning sem, að því er segir í tilkynningu frá félaginu, fól í sér verulegar tilslakanir, aukinn sveigjanleika og lengri vinnutíma. „Slíkar tilslakanir komu verulega til móts við kröfur um fyrirsjáanleika og hefðu haft umtalsverðar kostnaðarlækkanir í för með sér fyrir flugfélagið en að sama skapi kjaraskerðingu fyrir félagsmenn. Icelandair hafnaði þessu tilboði og hefur krafist tugprósenta launalækkana og skerðingar á réttindum flugfreyja/-þjóna til frambúðar,“ segir í tilkynningu Flugfreyjufélagsins sem send var fjölmiðlum á tíunda tímanum nú í morgun. Tilkynninguna má sjá í heild neðst í fréttinni. Flugfreyjufélagið mun kynna tilboð Icelandair sem lagt var fram á samningafundi 10. maí fyrir félagsmönnum á rafrænum fundi í hádeginu í dag. Samninganefnd félagsins hefur hafnað tilboðinu en fyrirtækið óskaði eftir því að það yrði lagt fyrir félagsmenn. Aðspurð hvernig hún telji að félagsmenn muni taka tilboðinu segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður FFÍ, að þeir séu ósáttir. „Við sendum tilboð sem Icelandair setti á borðið 10. maí til allra félagsmanna okkar ásamt skýringum sem við höfum unnið. Þetta var sent í gærkvöldi. Það er alveg ljóst að félagsmenn eru mjög ósáttir við þetta og samstaðan er mjög mikil þannig að ég hef fulla trú að við stöndum fyrir þá afstöðu sem félagsmenn okkar eru með og neitum þessu tilboði,“ segir Guðlaug í samtali við fréttastofu. Hún segist nokkuð viss um að flugfreyjur Icelandair séu til í að leggjast á eitt við að hjálpa fyrirtækinu í gegnum óvissutíma. „Það er ekki spurning að hópurinn myndi gera það en að skerða laun til langs tíma, til frambúðar, er eitthvað sem kemur ekki til greina.“ Ekki hægt að sætta sig við að það eigi að ná samkeppnishæfni með því að lækka laun Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hefur sagt í viðtölum í fjölmiðlum að fjölmörg tækifæri blasi við eftir kórónuveirufaraldurinn en á sama tíma fer fyrirtækið fram á töluverða kjaraskerðingu hjá þeim flugstéttum sem starfa hjá félaginu. Spurð út í þetta og hvort henni þyki þetta mótsagnakennt segir Guðlaug: „Við erum alveg sammála því að það eru fullt af tækifærum fyrir Icelandair í kjölfar þessa heimsfaraldurs og þar kemur góða starfsfólkið honum svo sannarlega til aðstoðar með að leggjast á eitt og gera allt sem Icelandair stendur fyrir. Við stöndum saman og við erum þekkt fyrir afskaplega góða framkomu og góð vinnubrögð. Það að ætla sér að ná samkeppnishæfni út á það að lækka laun starfsmanna það er eitthvað sem við sem þjóðfélag á Íslandi eigum ekki að sætta sig við.“ „Starf flugfreyja/-þjóna er ekki hálaunastarf“ Tilkynningu Flugfreyjufélagsins frá í morgun má sjá í heild hér fyrir neðan: Frá því kórónuveiran lamaði allt flug í mars hefur Flugfreyjufélag Íslands leitað allra leiða til að koma til móts við Icelandair til að hjálpa fyrirtækinu í vandræðum þess. Flugfreyjur/-þjónar hafa verið án kjarasamnings í eitt og hálft ár, og því ekki notið neinna kjarabóta ólíkt flestum á vinnumarkaði, en engu að síður hefur Flugfreyjufélagið boðið Icelandair tilslakanir á kjarasamningi félagsmanna meðan mestu erfiðleikarnir ganga yfir. Þegar um miðjan apríl lagði Flugfreyjufélagið fram tilboð til Icelandair um langtímasamning sem fól í sér verulegar tilslakanir, aukinn sveigjanleika og lengri vinnutíma. Slíkar tilslakanir komu verulega til móts við kröfur um fyrirsjáanleika og hefðu haft umtalsverðar kostnaðarlækkanir í för með sér fyrir flugfélagið en að sama skapi kjaraskerðingu fyrir félagsmenn. Icelandair hafnaði þessu tilboði og hefur krafist tugprósenta launalækkana og skerðingar á réttindum flugfreyja/-þjóna til frambúðar. Starf flugfreyja/-þjóna er ekki hálaunastarf. Meðallaun félagsmanna með áratuga starfsreynslu eru talsvert undir meðallaunum í landinu. Icelandair stillir nú stéttarfélögum upp við vegg og reynir að gera þau ábyrg fyrir stöðunni og þeirri áskorun að skapa fyrirtækinu rekstrargrundvöll til framtíðar með því að umturna gildandi kjarasamningi og samþykkja mikla kjaraskerðingu til framtíðar. Flugfreyjufélagið hefur ekki verið tilbúið að fórna á einu bretti grundvallarréttindum í kjarasamningi, sem tekið hefur áratugi að berjast fyrir, vegna þeirrar tímabundnu stöðu sem uppi er. Þekkt er að á krepputímum sé vegið að kjörum og réttindum vinnandi fólks. Gegn slíku mun Flugfreyjufélag Íslands standa. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vinnumarkaður Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira