Handbolti

Ágúst aðstoðar Arnar með landsliðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ágúst er nýhættur sem þjálfari færeyska kvennalandsliðsins. Hann fer nú að starfa fyrir það íslenska.
Ágúst er nýhættur sem þjálfari færeyska kvennalandsliðsins. Hann fer nú að starfa fyrir það íslenska. vísir/daníel

Ágúst Jóhannsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Hann tekur við starfinu af Halldóri Sigfússyni sem óskaði eftir því að hætta.

Auk þess að vera aðstoðarmaður Arnars Péturssonar með A-landsliðið verður Ágúst þjálfari U-16 ára landsliðs kvenna.

Ágúst hefur tvisvar sinnum stýrt kvennalandsliðinu, fyrst á árunum 2000-01 og svo 2011-16. Hann fór með íslenska liðið á tvö stórmót, HM 2011 og EM 2012. Á heimsmeistaramótinu í Brasilíu 2011 komst Ísland í sextán liða úrslit.

Undanfarin tvö ár hefur Ágúst þjálfað færeyska kvennalandsliðið en í síðustu viku var greint frá því að hann væri hættur með liðið.

Ágúst hefur stýrt kvennaliði Vals undanfarin þrjú ár. Undir hans stjórn unnu Valskonur þrefalt tímabilið 2018-19.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×