Innlent

Búið að loka vegum um Mosfellsheiði, Hellisheiði og Þrengsli

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Vegagerðin þurfti að grípa til lokana á vegum fljótlega upp úr hádegi vegna vonskuveðurs sem geisar víðs vegar um land.
Vegagerðin þurfti að grípa til lokana á vegum fljótlega upp úr hádegi vegna vonskuveðurs sem geisar víðs vegar um land. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson

Enn ein djúpa lægðin gengur yfir landið í dag en hvassir austanvindar blása og er afar úrkomusamt í veðri. Appelsínugul hríðarviðvörun virkjaðist á hádegi fyrir Suðurland og er í gildi til klukkan þrjú þegar gul viðvörun tekur við af hinni appelsínugulu. Á Suðurlandi er austan hríð 18-25 m/s.

Færð á vegum tók að versna hratt strax upp úr hádegi og þurfti Vegagerðin að grípa til lokana á vegum um Mosfellsheiði, Hellisheiði, Lyngdalsheiði, Kjósaskarð og Þrengsli.

Búið er að loka veginum frá Þingvallavegi að Grundarhverfi um óákveðinn tíma vegna umferðaróhapps.

Sjá nánar: Vesturlandsvegi lokað eftir alvarlegt umferðarslys

Gul viðvörun er í gildi fyrir Faxaflóa, miðhálendið og síðar Breiðafjörð. Klukkan fimm er síðan útlit fyrir norðaustan hríðarveður 18-25 m/s á Vestfjörðum. Appelsínugul hríðarviðvörun mun standa til morgundags. Talsverð snjókoma eða skafrenningur en slydda um tíma við sjávarmál. Síðdegis verða samgöngutruflanir og eru lokanir á vegum afar líklegar.

Biðlað er til almennings að fylgjast vel með færð og veðurspá og að fara að öllu með gát.


Tengdar fréttir

Flugferð frá helvíti sem endaði á sama stað og hún byrjaði

Unnur Arndísardóttir lýsir ferðalagi sínu frá Alicante á Spáni til Ísland í gærkvöldi sem ferðalagi helvítis. Tólf tímum eftir brottför frá Alicante, hringsól yfir Reykjanesi og millilendingu í Edinborg er Unnur komin aftur til Alicante og ætlar ekki að gera aðra tilraun til að fljúga heim fyrr en í mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×