Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. nóvember 2024 10:18 Kosið verður til Alþingis í lok nóvember, og því ekki úr vegi að kanna hug kjósenda um hvað leggja beri áherslu á. Vísir/Vilhelm Efnahagsmál eru að flestra mati mikilvægasta mál komandi kosninga, en heilbrigðismál rata oftar á lista fólks yfir þau fimm málefni sem leggja þurfi áherslu á. Þrátt fyrir að hafa farið hátt í umræðunni telja aðeins fimm prósent að innflytjendamál séu mesta forgangsmálið. Þetta er niðurstaðan í Þjóðarpúlsi Gallup. Þar var spurt: „Hvaða málefni er að þínu mati mikilvægast að stjórnvöld setji í forgang á næstunni?“ og fólk beðið um að forgansraða málefnunum í röð eftir mikilvægi. Í tilkynningu með niðurstöðum könnunarinnar segir að niðurstöðurnar endurspegli ekki að öllu leyti forgangsröðun flokkanna, miðað við svör forsvarsmanna þeirra hingað til þegar þeir hafi verið spurðir út í mikilvægustu stefnumál flokka sinna. Sá málaflokkur sem oftast var talinn mikilvægastur eru efnahagsmál, en 26 prósent svarenda sögðu þau mikilvægust allra mála. Enahagsmálin rötuðu í eitt efstu fimm sætanna í 62 prósent tilfella. Eina málefnið sem rataði oftar á lista svarenda voru heilbrigðismálin, í 69 prósent tilfella, en 19 prósent svarenda settu þau í fyrsta sætið. Hér að neðan má sjá hvernig forgangsröðunin skipist. Efnahagsmálin voru oftast sögð mikilvægust en heilbrigðismálin rötuðu oftast inn á fimm málefna lista svarenda.Gallup Húsnæðismál eru þá í þriðja sæti yfir þau málefni sem fólk setur í fyrsta sæti. Innflytjendamál, málefni eldri borgara og umhverfis-og loftslagsmál koma næst, en fimm prósent hver setja þá málaflokka í fyrsta sætið. Niðurstöðurnar eru úr netkönnun sem gerð var dagana 21. október til 4. nóvember. Heildarúrtakið var 1.816 og þátttökuhlutfallið 48,5 prósent. Einstaklingar í úrtakinu voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Innflytjendamál Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Þetta er niðurstaðan í Þjóðarpúlsi Gallup. Þar var spurt: „Hvaða málefni er að þínu mati mikilvægast að stjórnvöld setji í forgang á næstunni?“ og fólk beðið um að forgansraða málefnunum í röð eftir mikilvægi. Í tilkynningu með niðurstöðum könnunarinnar segir að niðurstöðurnar endurspegli ekki að öllu leyti forgangsröðun flokkanna, miðað við svör forsvarsmanna þeirra hingað til þegar þeir hafi verið spurðir út í mikilvægustu stefnumál flokka sinna. Sá málaflokkur sem oftast var talinn mikilvægastur eru efnahagsmál, en 26 prósent svarenda sögðu þau mikilvægust allra mála. Enahagsmálin rötuðu í eitt efstu fimm sætanna í 62 prósent tilfella. Eina málefnið sem rataði oftar á lista svarenda voru heilbrigðismálin, í 69 prósent tilfella, en 19 prósent svarenda settu þau í fyrsta sætið. Hér að neðan má sjá hvernig forgangsröðunin skipist. Efnahagsmálin voru oftast sögð mikilvægust en heilbrigðismálin rötuðu oftast inn á fimm málefna lista svarenda.Gallup Húsnæðismál eru þá í þriðja sæti yfir þau málefni sem fólk setur í fyrsta sæti. Innflytjendamál, málefni eldri borgara og umhverfis-og loftslagsmál koma næst, en fimm prósent hver setja þá málaflokka í fyrsta sætið. Niðurstöðurnar eru úr netkönnun sem gerð var dagana 21. október til 4. nóvember. Heildarúrtakið var 1.816 og þátttökuhlutfallið 48,5 prósent. Einstaklingar í úrtakinu voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.
Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Innflytjendamál Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira