Handbolti

HSÍ féllst á beiðni Ísraela

Sindri Sverrisson skrifar
Vonir standa til þess að Aron Pálmarsson og félagar í íslenska landsliðinu leiki í undankeppni EM í nóvember.
Vonir standa til þess að Aron Pálmarsson og félagar í íslenska landsliðinu leiki í undankeppni EM í nóvember. EPA/ANDREAS HILLERGREN

Íslenska karlalandsliðið í handbolta mun taka á móti Litháen og Ísrael í undankeppni EM í Laugardalshöll 4. og 7. nóvember.

HSÍ féllst á beiðni handknattleikssambands Ísraels um að skipta á heimaleikjum, en til stóð að íslenska liðið ferðaðist til Ísraels eftir leikinn við Litháen og spilaði þar 8. nóvember.

Samkvæmt tilkynningu frá HSÍ kom beiðnin frá Ísrael vegna stöðu kórónuveirufaraldursins þar í landi og útgöngubanns.

Áætlað er að Ísland og Ísrael mætist í Laugardalshöll kl. 16, laugardaginn 7. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×