Skipstjóri og útgerðarfélag sýknuð af ákæru um brottkast á grásleppuveiðum Atli Ísleifsson skrifar 16. október 2020 13:33 Við skýrslutöku hafði skipstjórinn neitað að hafa hent nýtilegum fiski í sjóinn og að það væri hagstæðast fyrir hann að koma með allan þorsk að landi og landa honum. Getty Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur sýknað skipstjóra á grásleppubát og útgerðarfélag af ákæru um ólöglegt brottkast á fiski. Ákæruvaldið byggði ákæru á myndum úr eftirlitsmyndavél flugvélar Landhelgisgæslunnar, en dóminum þótti ekki sannað að um nytjafisk hafi verið að ræða sem kastað var fyrir borð. Dómur héraðsdóms féll í september en var fyrst birtur á heimasíðu dómstólsins í dag. Í ákæru kom fram að skipstjórinn hafi gerst brotlegur við lög um umgengni við nytjastofna sjávar með því að hafa losað úr neti og hent aftur í sjóinn átta fiskum af ótilgreindum tegundum nytjafiska. Hafi þetta átt sér stað við veiðar í apríl á síðasta ári. Byggði á myndbandsupptöku Landhelgisgæslan hafði sent lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra kæru þar sem kom fram að fylgst hafi verið með bátnum í gegnum eftirlitsmyndavél flugvélarinnar og þá komið í ljós að fiski var kastað í sjóinn. Með kærunni fylgdi myndbandsupptaka sem kæran byggði á. Við skýrslutöku hafði skipstjórinn neitað að hafa hent nýtilegum fiski í sjóinn og að það væri hagstæðast fyrir hann að koma með allan þorsk að landi og landa honum. Hann sagðist þó henda, tindabikkjukrossfiskum, ígulkerjum, þara og þess háttar aftur í sjóinn. Lúðu kvað hann skylt að sleppa og sagði hann óvenju mikið hafi verið af henni á þessum tíma. Ómögulegt að fullyrða um tegund fiskanna Í niðurstöðu dómsins segir að umrætt myndband úr flugvél Landhelgisgæslunnar hafi verið tekið í töluverðri hæð sem skýri það að það sé ekki skýrara en raun ber vitni. Dómurinn fellst á orð ákæruvaldsins að í flest skiptanna sé um fisk að ræða. Hins vegar sé það, eftir ítrekaða skoðun á myndbandinu, ómögulegt að fullyrða nokkuð um það hverrar tegundar fiskarnir eru þó „einhverjir þeirra séu að öllum líkindum bolfiskar“. Ennfremur segir að ákærði hafi ítrekað neitað sök í málinu. „Þar sem ógerningur er að greina hverrar tegundar fiskurinn var sem varpað var í sjóinn er ekki útilokað að það hafi verið fiskur sem samkvæmt 2. mgr. reglugerðar nr. 468/2013 var refsilaust að varpa í sjóinn,“ segir í dómnum. Því sé skipstjórinn sýknaður af kröfum ákæruvaldsins og því beri um leið að sýkna útgerðarfélagið. Allir sakarkostnaður og málsvarnarlaun verjanda skuli greiðast úr ríkissjóði. Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur sýknað skipstjóra á grásleppubát og útgerðarfélag af ákæru um ólöglegt brottkast á fiski. Ákæruvaldið byggði ákæru á myndum úr eftirlitsmyndavél flugvélar Landhelgisgæslunnar, en dóminum þótti ekki sannað að um nytjafisk hafi verið að ræða sem kastað var fyrir borð. Dómur héraðsdóms féll í september en var fyrst birtur á heimasíðu dómstólsins í dag. Í ákæru kom fram að skipstjórinn hafi gerst brotlegur við lög um umgengni við nytjastofna sjávar með því að hafa losað úr neti og hent aftur í sjóinn átta fiskum af ótilgreindum tegundum nytjafiska. Hafi þetta átt sér stað við veiðar í apríl á síðasta ári. Byggði á myndbandsupptöku Landhelgisgæslan hafði sent lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra kæru þar sem kom fram að fylgst hafi verið með bátnum í gegnum eftirlitsmyndavél flugvélarinnar og þá komið í ljós að fiski var kastað í sjóinn. Með kærunni fylgdi myndbandsupptaka sem kæran byggði á. Við skýrslutöku hafði skipstjórinn neitað að hafa hent nýtilegum fiski í sjóinn og að það væri hagstæðast fyrir hann að koma með allan þorsk að landi og landa honum. Hann sagðist þó henda, tindabikkjukrossfiskum, ígulkerjum, þara og þess háttar aftur í sjóinn. Lúðu kvað hann skylt að sleppa og sagði hann óvenju mikið hafi verið af henni á þessum tíma. Ómögulegt að fullyrða um tegund fiskanna Í niðurstöðu dómsins segir að umrætt myndband úr flugvél Landhelgisgæslunnar hafi verið tekið í töluverðri hæð sem skýri það að það sé ekki skýrara en raun ber vitni. Dómurinn fellst á orð ákæruvaldsins að í flest skiptanna sé um fisk að ræða. Hins vegar sé það, eftir ítrekaða skoðun á myndbandinu, ómögulegt að fullyrða nokkuð um það hverrar tegundar fiskarnir eru þó „einhverjir þeirra séu að öllum líkindum bolfiskar“. Ennfremur segir að ákærði hafi ítrekað neitað sök í málinu. „Þar sem ógerningur er að greina hverrar tegundar fiskurinn var sem varpað var í sjóinn er ekki útilokað að það hafi verið fiskur sem samkvæmt 2. mgr. reglugerðar nr. 468/2013 var refsilaust að varpa í sjóinn,“ segir í dómnum. Því sé skipstjórinn sýknaður af kröfum ákæruvaldsins og því beri um leið að sýkna útgerðarfélagið. Allir sakarkostnaður og málsvarnarlaun verjanda skuli greiðast úr ríkissjóði.
Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira