Handbolti

Arnar Freyr: Að spila handbolta er alltaf ógeðslega gaman, sérstaklega með landsliðinu

Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar
arnarfreyr
vísir/vilhelm

„Liðið skilaði allavega góðum 60 mínútum“ sagði línumaðurinn, Arnar Freyr Arnarsson.

„Að vinna með 16 mörkum er sterkt, við komum líka bara sterkir inn í upphafi leiks. Við vildum virkilega vinna þennan leik“ sagði Arnar Freyr, og var sigur Íslands aldrei í hættu í leiknum í kvöld

„Þeir áttu engin svör við varnarleiknum hjá okkur, né sóknarleiknum“

Strákarnir fengu, eins og oft hefur verið rætt, lítinn undirbúning fyrir leikinn svo voru engir áhorfendur á vellinum og allt í kringum þennan landsleik öðruvísi en leikmenn eru vanir í Laugardalshöll, var ekki erfitt að gíra sig upp í þennan leik?

„Jújú, en þetta er samt líka bara handbolti, það var stemning á bekknum og í liðinu. Að spila handbolta er alltaf ógeðslega gaman, sérstaklega með landsliðinu. Það er alltaf toppurinn. Þetta var eiginlega bara frábært.“ sagði Arnar Freyr, hæstánægður með þennan leik og þetta landsliðsverkefni

„Við erum samt búnir að vera bara í einangrun eiginlega, höfðum einn dag til að undirbúa okkur, það er ekki neitt.“

Varnarleikur Íslands var frábær í dag, Arnar Freyr spilaði vel í miðri vörninni í dag. Arnar leikur í Melsungen í Þýskalandi undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara, hann segir það vissulega hjálpa til

„Við erum að spila þessa vörn úti, svo ég hef kannski smá forskot. Við erum búnir að æfa vel meðan við fengum ekkert að spila. Ég myndi segja að það séu miklar framfarir, sérstaklega varnarlega hjá mér.“ Sagði Arnar Freyr að lokum


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×