Handbolti

Sig­valdi Björn hjá Ki­elce þangað til 2022

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigvaldi Björn skrifaði í dag undir framlengdan samning við pólska stórliðið Łomża Vive Kielce.
Sigvaldi Björn skrifaði í dag undir framlengdan samning við pólska stórliðið Łomża Vive Kielce. @kielcehandball

Handknattleiksmaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson framlengdi í dag samning sinn við pólska stórliðið Łomża Vive Kielce. Er hann nú samningsbundinn til ársins 2022.

Hinn 26 ára gamli Sigvaldi Björn gekk í raðir Kielce í nóvember árið 2019 og átti samningur hans að renna út næsta sumar. Samningurinn hefur nú verið framlengdur um ár, öllum til mikillar gleði.

„Ég er mjög ánægður með að framlengja dvöl mína í Kielce. Ég er mjög hrifinn af félaginu og líkar vel við samherja mína. Við erum efstir í okkar riðli í Meistaradeild Evrópu og markmið okkar er að vinna alla þá titla sem eru í boði. Ég er 26 ára gamall og stefni á að vinna eins marka titla og hægt er,“ sagði Sigvaldi við undirskriftina.

Sigvaldi hrósaði samsetningu liðsins og sagði það ekki skipta máli þó þeir kæmu héðan og þaðan.

„Við erum með einstaka tengingu. Við erum allir vinir, jafnvel bræður. Það er menningarlegur munur á leikmönnum enda komum við úr mismunandi handboltaskólum en það er að virka vel,“ sagði Sigvaldi að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×