Handbolti

Óli Stef og þýska landsliðið heiðra Guðjón: „Einn af bestu handboltamönnum heimsins“

Sindri Sverrisson skrifar
Guðjón Valur tók við af Ólafi Stefánssyni sem fyrirliði Íslands en þeir léku saman í landsliðinu í vel á annan tug ára.
Guðjón Valur tók við af Ólafi Stefánssyni sem fyrirliði Íslands en þeir léku saman í landsliðinu í vel á annan tug ára. VÍSIR/GETTY

Ólafur Stefánsson fer afar fögrum orðum um félaga sinn til margra ára úr íslenska landsliðinu, Guðjón Val Sigurðsson, eftir að Guðjón tilkynnti í dag að handboltaskórnir væru komnir í hilluna. Andstæðingar hans í þýska landsliðinu þakka fyrir marga góða leiki.

Ólafur segir í færslu sinni á Facebook að Guðjón Valur sé einn besti handboltamaður heims og að hann verði líklega besti hornamaður Íslands um langa framtíð. Þá hafi hann hlotið, hjá sjálfum sér, sennilega bestu líkamlegu þjálfun sem íslenskur íþróttamaður hafi fengið. Færslu Ólafs má sjá hér að neðan.

Guðjón Valur hættir sem markahæsti landsliðsmaður handboltasögunnar og hann er heiðraður á Twitter-síðu þýska landsliðsins. Þar segir að frábær leikmaður hafi nú ákveðið að ljúka sínum ferli. Er honum óskað til hamingju með magnaðan feril, þakkað fyrir margar frábærar rimmur og óskað velfarnaðar í framtíðinni.


Tengdar fréttir

Guðjón Valur hættur

Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, tilkynnti það á Instagram að hann sé búinn að leggja handboltaskóna á hilluna




Fleiri fréttir

Sjá meira


×