Neytendur

Kona innkölluð vegna villu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hyundai KONA EV árgerð 2019.
Hyundai KONA EV árgerð 2019.

BL Hyundai, sem starfrækir verslun í Kauptúni í Garðabæ, mun þurfa að innkalla 49 bifreiðar af tegundinni Hyundai KONA EV. Um er að ræða bifreiðar af árgerð 2018-2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Neytendastofu.

Ástæða innköllunarinnar er sögð vera sá möguleiki á að hugbúnaðarvilla valdi því að bremsupedali verði þungur. Lausnin sé að uppfæra þurfi hugbúnaðinn. Til stendur að senda eigendum bílanna bréf eða hringja í þá og tilkynna um innköllunina.

„Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa,“ segir í tilkynningu frá Neytendastofu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×