Handbolti

Tveggja marka tap gegn Svíum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Íslenska landsliðið skipað leikmönnum fæddum árið 2002 og seinna eftir góðan sigur gegn Serbum.
Íslenska landsliðið skipað leikmönnum fæddum árið 2002 og seinna eftir góðan sigur gegn Serbum. Mynd/HSÍ

Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum fæddum árið 2002 og fyrr mætti Svíum í fyrsta leik milliriðils á Evrópumóti U-19 landsliða. Lokatölur 29-27, Svíum í vil, og íslenska liðið á því ekki lengur möguleika á sæti í undanúrslitum.

Íslenska liðið fór oft á tíðum illa með upplögð tækifæri og enduðu leikinn með rétt um 50% skotnýtingu.

Guðmundur Bragi Ástþórsson var markahæstur í liði Íslands með níu mörk, en þar á eftir var  Ísak Gústafsson með fimm.

Ísland er án stiga eftir tvo leiki í milliriðli, en næsti leikur liðsins er gegn Spánverjum á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×