Umfjöllun og viðtöl: KA - Valur 26-35 | Þægilegur sigur Vals fyrir norðan Ester Ósk Árnadóttir skrifar 24. október 2021 20:30 Einar Þorsteinn var öflugur í liði Valsmanna í dag eins og aðrir leikmenn liðsins Foto: Elin Bjorg Valur vann afar sannfærandi sigur á KA mönnum í KA heimilinu í kvöld. Lokatölur 26-35 þar sem gestirnir léku á alls oddi. Leikurinn var liður í fimmtu umferð Olís deildar karla. Fyrir leikinn hafði gengi liðanna í deildinni verið ólíkt. Valur unnið fyrstu fjóra leiki mótsins á meðan KA hafði unnið tvo leiki en síðan tapað tveimur leikjum í röð. Það stóð aðeins á mörkunum í upphafi leiks. Þegar sjö mínútur voru búnar af leiknum var staðan 2-2 en þá hafði Nicholas Satchwell í marki KA varið fjögur skot og Björgvin Páll tvö skot hjá Val. Þarna skildu leiðir hjá liðunum en Valur skoraði næstu fjögur mörk og kom sér í vænlega stöðu 2-6. KA tók sitt fyrsta leikhlé eftir aðeins tíu mínútna leik. Það bar árangur en Einar Rafn Eiðsson skoraði þá þriðja mark KA í leiknum og sitt þriðja mark sömuleiðis. Sóknarleikurinn afskaplega dapur hjá heimamönnum, margir tapaðir boltar og Björgvin Páll að klukka bolta úr dauðafærum sem átti í raun eftir að vera saga leiksins. Valsmenn héldu áfram að auka forystuna og þegar mest lét var ellefu marka munur á liðunum 4-15. KA menn náðu aðeins að rétt úr kútnum fyrir leikhlé og skoruðu síðustu þrjú mörk hálfleiksins. Staðan þegar liðin gengu til búningsklefa 8-16. Heimamenn skoruðu fyrsta mark seinni hálfleiksins en gestirnir svöruðu með fjórum mörkum og því má segja að seinni hálfleikurinn hafi byrjað eins og sá síðari endaði. Staðan eftir fjórar mínútur í seinni hálfleik 9 – 20, úrslit leiksins löngu ráðinn. Snorri Steinn þjálfari Valsmanna gat rúllað vel á hópnum og tók til að mynda Björgvin Páll út af vellinum sem var þá með 53% markvörslu. Sakai Motoki fékk að spila restina af síðari hálfleiknum ásamt fleiri leikmönnum sem fengu tækifæri og gripu það. Valsmenn héldu heimamönnum alltaf í góðri fjarlægð og leikurinn varð aldrei spennandi. Lokatölur 26-35 og Valsmenn á toppnum taplausir eftir fimm umferðir. KA menn þurfa að skoða sín mál en þeir hafa tapað síðustu þremur leikjum þar af var leikur dagsins afskaplega dapur af þeirra hálfu. Afhverju vann Valur? Það var himinn og haf á gæðamuni liðanna í dag. Valsmenn mættu grimmir til leiks, gengu á lagið og KA menn náðu sér einhvern veginn aldrei á strik. Varnarleikurinn var frábær hjá gestunum með Björgvin Páll í markinu sem var í miklu stuði. Gestirnir fengu mörg tækifæri til að keyra hratt upp og það er óskastaða hjá þeim sem þeir nýttu sér vel í dag. Tíu leikmenn komust á blað hjá Valsmönnum og því sóknarleikurinn í sömu gæðum og varnarleikurinn. Hverjar stóðu upp úr? Björgvin Páll var magnaður í marki Valsmanna eins og hefur verið komið inn á. Hann var með 53% markvörslu eða 12 varinn skot þegar hann var tekinn af velli þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum. Arnór Snær, Tumi Steinn og Vignir Stefánson voru góðir í sóknarleiknum. Arnór Snær markahæstur með 7 mörk úr 7 skotum. Alexander Örn var virkilega góður í vörn Valsmenn og lét finna vel fyrir sér með 8 löglegar stoppanir. Heimamenn áttu ekki góðan dag en Óðinn Þór komst í gang þegar leið á leikinn og endaði markahæstur með átta mörk. Þá var gaman að sjá ungu strákana Arnór Ísak og Skarphéðinn Ívar stíga upp í seinni hálfleik. Hvað gekk illa? Það er í raun hægt að horfa í allt sem KA menn gerðu. Það vantaði ótrúlega mikið upp á baráttuna og viljann í dag sem einkenndi liðið á síðustu leiktíð. Þá sérstaklega í fyrri háfleik. Það var mikið af töpuðu boltum og illa farið með góða færi oft á tíðum. KA menn sáu ekki til sólar í dag. Hvað gerist næst? KA heimsækir FH-inga og þurfa nauðsynlega að sækja stig þangað. Valsmenn eiga spennandi leik framundan á móti Stjörnunni á útivelli en bæði lið hafa byrjað mótið vel, toppslagur framundan þar. Jónatan Magnússon: Þetta var mjög þungt í dag Jónatan Magnússon þjálfari KA.vísir/bára „Ég er bara svekktur að tapa þessum leik og líka bara hvernig leikurinn spilaðist. Leikurinn var í raun bara mikill vonbrigði,“ sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA eftir níu marka tap á móti Val í KA heimilinu í dag. Sóknarleikurinn hjá KA mönnum var afar dapur framan af leiknum. „Það vantaði klárlega upp á sóknarleikinn í dag. Við áttum í miklum vandræðum lungað úr leiknum á móti þessari vörn. Valsararnir voru eiginlega bara frábærir. Við réðum ekkert við þá. Sóknarleikurinn hjá okkur í fyrri hálfleik var ekki góður. Partur af sóknarleik er líka að skora úr færunum og ofan á þetta hökt og hik og tapaða bolta þá voru við ekki að nýta góð færi sem við vorum að komast í. Þannig þetta var bara mjög þungt.“ „Það er augljóst að við höfum verk að vinna. Við erum ekki komnir nógu langt. Það er gríðarlegu getumunur á liðunum akkúrat í dag. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur það er alveg ljóst að kaflarnir sem eru góðir hjá okkur eru ekki nógu langir til að ná í úrslit. Þessi leikur er farinn og nú þurfum við bara að fara undirbúa okkur fyrir næsta verkefni. Það er áfram gakk. Það er stutt búið af þessu móti en það er alveg ljóst að frammistaðan þarf að verða betri hjá okkur.“ KA hefur tapað síðustu þremur leikjum en það eru leikir á móti Val, Stjörnunni og ÍBV. „Við þurfum toppframmistöðu til að vinna Val og við þurfum toppframmistöðu til að vinna Stjörnuna og það sama á við um ÍBV. Þessi lið eru gríðarlega góð og deildin er jöfn. Við höfum ekki náð því fram hingað til. Við höfum ekki náð fram þeirri getu sem ég tel vera í mínum mönnum en ég held að það skýri þessi töp á móti þessum liðum. Við þurfum betri heildar frammistöðu á móti þessum liðum. Staðan er bara núna sú að við förum bara á næstu æfingu, við leysum þetta svoleiðis sem hópur.“ KA menn rúlluðu vel á hópnum í dag. Ungu leikmennirnir sem fengu tækifæri voru áræðnir og stóðu sig vel í seinni hálfleik. „Seinni hálfleikurinn er allavega jafnari. Þeir nýttu sín tækifæri mjög vel þessir yngri leikmenn. Við erum einn hópur og þegar fyrstu sjö eru ekki að virka þá er eðlilegt að aðrir fáir sénsinn. Þetta var bara þungur dagur og nú reynir bara á hópinn, strákanna og þjálfarateymið að snúa þessu við.“ Olís-deild karla KA Valur Tengdar fréttir Snorri Steinn: Flestir þættir sem tikkuðu í dag „Við vorum frábærir strax frá byrjun. Björgvin var geggjaður í markinu og við gengum eiginlega bara á lagið. Við vissum að KA menn yrðu brothættir í dag þar sem þeir eru búnir að tapa tveimur leikjum í röð þannig það var sterkt að byrja þetta svona vel. Menn héldu bara áfram og lögðu klárlega grunninn að þessu í fyrri hálfleik. Við hefum meira segja geta verið meira yfir í hálfleik,“ sagði Snorri Stein Guðjónsson þjálfari Vals eftir níu marka sigur á KA mönnum í KA heimilinu í dag. 24. október 2021 20:25
Valur vann afar sannfærandi sigur á KA mönnum í KA heimilinu í kvöld. Lokatölur 26-35 þar sem gestirnir léku á alls oddi. Leikurinn var liður í fimmtu umferð Olís deildar karla. Fyrir leikinn hafði gengi liðanna í deildinni verið ólíkt. Valur unnið fyrstu fjóra leiki mótsins á meðan KA hafði unnið tvo leiki en síðan tapað tveimur leikjum í röð. Það stóð aðeins á mörkunum í upphafi leiks. Þegar sjö mínútur voru búnar af leiknum var staðan 2-2 en þá hafði Nicholas Satchwell í marki KA varið fjögur skot og Björgvin Páll tvö skot hjá Val. Þarna skildu leiðir hjá liðunum en Valur skoraði næstu fjögur mörk og kom sér í vænlega stöðu 2-6. KA tók sitt fyrsta leikhlé eftir aðeins tíu mínútna leik. Það bar árangur en Einar Rafn Eiðsson skoraði þá þriðja mark KA í leiknum og sitt þriðja mark sömuleiðis. Sóknarleikurinn afskaplega dapur hjá heimamönnum, margir tapaðir boltar og Björgvin Páll að klukka bolta úr dauðafærum sem átti í raun eftir að vera saga leiksins. Valsmenn héldu áfram að auka forystuna og þegar mest lét var ellefu marka munur á liðunum 4-15. KA menn náðu aðeins að rétt úr kútnum fyrir leikhlé og skoruðu síðustu þrjú mörk hálfleiksins. Staðan þegar liðin gengu til búningsklefa 8-16. Heimamenn skoruðu fyrsta mark seinni hálfleiksins en gestirnir svöruðu með fjórum mörkum og því má segja að seinni hálfleikurinn hafi byrjað eins og sá síðari endaði. Staðan eftir fjórar mínútur í seinni hálfleik 9 – 20, úrslit leiksins löngu ráðinn. Snorri Steinn þjálfari Valsmanna gat rúllað vel á hópnum og tók til að mynda Björgvin Páll út af vellinum sem var þá með 53% markvörslu. Sakai Motoki fékk að spila restina af síðari hálfleiknum ásamt fleiri leikmönnum sem fengu tækifæri og gripu það. Valsmenn héldu heimamönnum alltaf í góðri fjarlægð og leikurinn varð aldrei spennandi. Lokatölur 26-35 og Valsmenn á toppnum taplausir eftir fimm umferðir. KA menn þurfa að skoða sín mál en þeir hafa tapað síðustu þremur leikjum þar af var leikur dagsins afskaplega dapur af þeirra hálfu. Afhverju vann Valur? Það var himinn og haf á gæðamuni liðanna í dag. Valsmenn mættu grimmir til leiks, gengu á lagið og KA menn náðu sér einhvern veginn aldrei á strik. Varnarleikurinn var frábær hjá gestunum með Björgvin Páll í markinu sem var í miklu stuði. Gestirnir fengu mörg tækifæri til að keyra hratt upp og það er óskastaða hjá þeim sem þeir nýttu sér vel í dag. Tíu leikmenn komust á blað hjá Valsmönnum og því sóknarleikurinn í sömu gæðum og varnarleikurinn. Hverjar stóðu upp úr? Björgvin Páll var magnaður í marki Valsmanna eins og hefur verið komið inn á. Hann var með 53% markvörslu eða 12 varinn skot þegar hann var tekinn af velli þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum. Arnór Snær, Tumi Steinn og Vignir Stefánson voru góðir í sóknarleiknum. Arnór Snær markahæstur með 7 mörk úr 7 skotum. Alexander Örn var virkilega góður í vörn Valsmenn og lét finna vel fyrir sér með 8 löglegar stoppanir. Heimamenn áttu ekki góðan dag en Óðinn Þór komst í gang þegar leið á leikinn og endaði markahæstur með átta mörk. Þá var gaman að sjá ungu strákana Arnór Ísak og Skarphéðinn Ívar stíga upp í seinni hálfleik. Hvað gekk illa? Það er í raun hægt að horfa í allt sem KA menn gerðu. Það vantaði ótrúlega mikið upp á baráttuna og viljann í dag sem einkenndi liðið á síðustu leiktíð. Þá sérstaklega í fyrri háfleik. Það var mikið af töpuðu boltum og illa farið með góða færi oft á tíðum. KA menn sáu ekki til sólar í dag. Hvað gerist næst? KA heimsækir FH-inga og þurfa nauðsynlega að sækja stig þangað. Valsmenn eiga spennandi leik framundan á móti Stjörnunni á útivelli en bæði lið hafa byrjað mótið vel, toppslagur framundan þar. Jónatan Magnússon: Þetta var mjög þungt í dag Jónatan Magnússon þjálfari KA.vísir/bára „Ég er bara svekktur að tapa þessum leik og líka bara hvernig leikurinn spilaðist. Leikurinn var í raun bara mikill vonbrigði,“ sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA eftir níu marka tap á móti Val í KA heimilinu í dag. Sóknarleikurinn hjá KA mönnum var afar dapur framan af leiknum. „Það vantaði klárlega upp á sóknarleikinn í dag. Við áttum í miklum vandræðum lungað úr leiknum á móti þessari vörn. Valsararnir voru eiginlega bara frábærir. Við réðum ekkert við þá. Sóknarleikurinn hjá okkur í fyrri hálfleik var ekki góður. Partur af sóknarleik er líka að skora úr færunum og ofan á þetta hökt og hik og tapaða bolta þá voru við ekki að nýta góð færi sem við vorum að komast í. Þannig þetta var bara mjög þungt.“ „Það er augljóst að við höfum verk að vinna. Við erum ekki komnir nógu langt. Það er gríðarlegu getumunur á liðunum akkúrat í dag. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur það er alveg ljóst að kaflarnir sem eru góðir hjá okkur eru ekki nógu langir til að ná í úrslit. Þessi leikur er farinn og nú þurfum við bara að fara undirbúa okkur fyrir næsta verkefni. Það er áfram gakk. Það er stutt búið af þessu móti en það er alveg ljóst að frammistaðan þarf að verða betri hjá okkur.“ KA hefur tapað síðustu þremur leikjum en það eru leikir á móti Val, Stjörnunni og ÍBV. „Við þurfum toppframmistöðu til að vinna Val og við þurfum toppframmistöðu til að vinna Stjörnuna og það sama á við um ÍBV. Þessi lið eru gríðarlega góð og deildin er jöfn. Við höfum ekki náð því fram hingað til. Við höfum ekki náð fram þeirri getu sem ég tel vera í mínum mönnum en ég held að það skýri þessi töp á móti þessum liðum. Við þurfum betri heildar frammistöðu á móti þessum liðum. Staðan er bara núna sú að við förum bara á næstu æfingu, við leysum þetta svoleiðis sem hópur.“ KA menn rúlluðu vel á hópnum í dag. Ungu leikmennirnir sem fengu tækifæri voru áræðnir og stóðu sig vel í seinni hálfleik. „Seinni hálfleikurinn er allavega jafnari. Þeir nýttu sín tækifæri mjög vel þessir yngri leikmenn. Við erum einn hópur og þegar fyrstu sjö eru ekki að virka þá er eðlilegt að aðrir fáir sénsinn. Þetta var bara þungur dagur og nú reynir bara á hópinn, strákanna og þjálfarateymið að snúa þessu við.“
Olís-deild karla KA Valur Tengdar fréttir Snorri Steinn: Flestir þættir sem tikkuðu í dag „Við vorum frábærir strax frá byrjun. Björgvin var geggjaður í markinu og við gengum eiginlega bara á lagið. Við vissum að KA menn yrðu brothættir í dag þar sem þeir eru búnir að tapa tveimur leikjum í röð þannig það var sterkt að byrja þetta svona vel. Menn héldu bara áfram og lögðu klárlega grunninn að þessu í fyrri hálfleik. Við hefum meira segja geta verið meira yfir í hálfleik,“ sagði Snorri Stein Guðjónsson þjálfari Vals eftir níu marka sigur á KA mönnum í KA heimilinu í dag. 24. október 2021 20:25
Snorri Steinn: Flestir þættir sem tikkuðu í dag „Við vorum frábærir strax frá byrjun. Björgvin var geggjaður í markinu og við gengum eiginlega bara á lagið. Við vissum að KA menn yrðu brothættir í dag þar sem þeir eru búnir að tapa tveimur leikjum í röð þannig það var sterkt að byrja þetta svona vel. Menn héldu bara áfram og lögðu klárlega grunninn að þessu í fyrri hálfleik. Við hefum meira segja geta verið meira yfir í hálfleik,“ sagði Snorri Stein Guðjónsson þjálfari Vals eftir níu marka sigur á KA mönnum í KA heimilinu í dag. 24. október 2021 20:25
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti