Ákærður fyrir tilraun til fjársvika eftir að hann kveikti í eigin veitingastað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. nóvember 2021 10:15 Kveikt var í Kebab House við Hafnargötu í Keflavík um miðjan júní í fyrra. Vísir/Þorgils Keflvískur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa kveikt í veitingastað sínum í fyrrasumar og í kjölfarið gert tilraun til fjárssvika. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Maðurinn er á fimmtugsaldri og rak veitingastaðinn Kebab House í Reykjanesbæ. Hann er ákærður fyrir að hafa kveikt í á tveimur mismunandi stöðum í húsnæðinu, annars vegar undir borði við kjötstand og grill og hins vegar í hillu undir hitabökkum hjá afgreiðsluborðinu. Hann hafi þá borið eldfim efni á svæðin og lagt eld að þannig að eldur breiddist út. Maðurinn hafi með athæfinu valdið eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu og yfirgripsmikið eignatjón á húsnæði veitingastaðarins en slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldsins. Þetta kemur fram í ákæru á hendur manninum sem fréttastofa hefur nú undir höndum. Maðurinn er sagður hafa í kjölfarið gert tilraun til fjársvika með því að hafa í júlí, um mánuði eftir brunann, farið á fund með vátryggingafélaginu Sjóvá og karfið félagið um greiðslu bóta vegna tjónsins sem hlaust af brunanum á veitingastaðnum. Í kjölfarið hafi maðurinn sömuleiðis krafið félagið um bætur vegna rekstrarstöðvunar en félagið hafi hafnað greiðslu bóta með vísan til þess að um íkveikju hafi verið að ræða. Er þess krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í næstu viku. Dómsmál Reykjanesbær Veitingastaðir Tengdar fréttir Ákærður fyrir að hafa kveikt í Kebab House í Reykjanesbæ Rúmlega fertugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir íkveikju með því að hafa kveikt eld á tveimur stöðum inni á veitingastaðnum Kebab House við Hafnargötu í Reykjanesbæí júní í fyrra. 12. nóvember 2021 07:20 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Maðurinn er á fimmtugsaldri og rak veitingastaðinn Kebab House í Reykjanesbæ. Hann er ákærður fyrir að hafa kveikt í á tveimur mismunandi stöðum í húsnæðinu, annars vegar undir borði við kjötstand og grill og hins vegar í hillu undir hitabökkum hjá afgreiðsluborðinu. Hann hafi þá borið eldfim efni á svæðin og lagt eld að þannig að eldur breiddist út. Maðurinn hafi með athæfinu valdið eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu og yfirgripsmikið eignatjón á húsnæði veitingastaðarins en slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldsins. Þetta kemur fram í ákæru á hendur manninum sem fréttastofa hefur nú undir höndum. Maðurinn er sagður hafa í kjölfarið gert tilraun til fjársvika með því að hafa í júlí, um mánuði eftir brunann, farið á fund með vátryggingafélaginu Sjóvá og karfið félagið um greiðslu bóta vegna tjónsins sem hlaust af brunanum á veitingastaðnum. Í kjölfarið hafi maðurinn sömuleiðis krafið félagið um bætur vegna rekstrarstöðvunar en félagið hafi hafnað greiðslu bóta með vísan til þess að um íkveikju hafi verið að ræða. Er þess krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í næstu viku.
Dómsmál Reykjanesbær Veitingastaðir Tengdar fréttir Ákærður fyrir að hafa kveikt í Kebab House í Reykjanesbæ Rúmlega fertugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir íkveikju með því að hafa kveikt eld á tveimur stöðum inni á veitingastaðnum Kebab House við Hafnargötu í Reykjanesbæí júní í fyrra. 12. nóvember 2021 07:20 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Ákærður fyrir að hafa kveikt í Kebab House í Reykjanesbæ Rúmlega fertugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir íkveikju með því að hafa kveikt eld á tveimur stöðum inni á veitingastaðnum Kebab House við Hafnargötu í Reykjanesbæí júní í fyrra. 12. nóvember 2021 07:20