Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Berjaya Hotels Iceland hefur tilkynnt að þau ætli að nýta forleigurétt sinn við Reiti fasteignafélag hf. að Hilton Reykjavík Nordica og Reykjavík Natura hótel er staðsett. Íslandshótel gerðu samning við Reiti í síðasta mánuði um rekstur og leigu til sautján mánaða með þeim fyrirvara að Berjaya hefði forleigurétt. Viðskipti innlent 6.5.2025 21:40
Sólon lokað vegna gjaldþrots Veitingahúsið Sólon er hætt starfsemi. Þórir Jóhannsson sem átti staðinn segir félagið sem hafi rekið veitingastaðinn hafa farið í gjaldþrot fyrir um tveimur mánuðum. Hann hafi reynt að halda starfseminni gangandi en ekki náð samkomulagi við húseigendur um framhald á rekstri í húsinu. Viðskipti innlent 6.5.2025 16:20
Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Framkvæmdastjóri Te og kaffi segist ekki óttast samkeppni frá alþjóðlega kaffirisanum Starbucks sem mun í næsta mánuði opna tvö kaffihús hér á landi í fyrsta sinn. Hann segist þvert á móti fagna samkeppninni. Viðskipti innlent 4.5.2025 22:02
Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent 2.5.2025 17:23
Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Nova hefur eignast 20 prósenta hlut í Dineout ásamt því að taka sæti í stjórn félagsins. Inga Tinna Sigurðardóttir, stofnandi og forstjóri Dineout, og Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- og forstjóri Nova, undirrituðu samning um kaupin í dag. Viðskipti innlent 23. apríl 2025 09:06
Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Malasíska félagið Berjaya Food Berhad mun opna tvö kaffihús hér á landi undir merkjum Starbucks og mun það fyrsta opna í maí næstkomandi. Viðskipti innlent 23. apríl 2025 08:23
Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Nýr eigandi Kaffivagnsins segir ýmsar gersemar allt að 70 ára gamlar hafa fundist í veggjum húsnæðisins sem gengur nú í endurnýjun lífdaga Innlent 13. apríl 2025 21:00
Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Hlal Jarah, stofnandi Mandi, er búinn að eignast veitingastaðinn á ný. Staðurinn við Ingólfstorg í Reykjavík opnaði aftur fyrr í dag eftir að hafa verið lokaður síðustu daga. Viðskipti innlent 11. apríl 2025 14:17
Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Samkeppniseftirlitið hefur hafið formlega rannsókn á meintum samkeppnisbrotum veitingafyrirtækja og innan Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði tengt kjarasamningsgerð við stéttarfélagið Virðingu. Formaður Eflingar fagnar rannsókninni. Framkvæmdastjóri Virðingar segir gott að hreinsa málið og fá jákvæða niðurstöðu eftirlitsins. Innlent 11. apríl 2025 12:33
Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Heilsulindin KEF SPA & Fitness, sem staðsett er í Hótel Keflavík, er nýr og einstakur áfangastaður hérlendis þar sem sett eru ný viðmið í vellíðan með fallegu umhverfi, hönnun sem nær til allra skynfæra og upplifun sem fólk man eftir. Lífið samstarf 10. apríl 2025 08:30
Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Minningarsjóður Bryndísar Klöru Birgisdóttur styrktist um átta milljónir króna í gær þegar góðgerðarpitsa Domino's seldist upp. Aldrei hefur góðgerðarpitsan selst jafn fljótt upp. Með fram pitsusölu eru bleikar svuntur með nafni og merki minningarsjóðsins til sölu í Kringlunni. Lífið 9. apríl 2025 14:41
Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Steinþór Helgi Arnsteinsson og Ásgeir Guðmundsson, sem eiga skemmtistaðinn Röntgen og veitingastaðinn Skreið í Reykjavík, munu taka við rekstri pílustaðarins Bullseye, sem er staðsett í gamla Austurbæjarbíói. Viðskipti innlent 9. apríl 2025 09:12
Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Góðgerðarpizza Domino's í ár verður tileinkuð Bryndísi Klöru og mun allur ágóði renna í minningarsjóð í hennar nafni. Faðir hennar segir stuðninginn ómetanlegan fyrir fjölskyldu hennar. Sala pizzunnar hefst á morgun. Lífið 6. apríl 2025 22:16
„Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Í ár rennur allur ágóði góðgerðarpizzu Domino´s í Minningarsjóð Bryndísar Klöru. Sala pizzunnar hefst á morgun, mánudaginn 7. apríl og stendur til 10. apríl. Bryndís Klara var starfsmaður Domino's. Viðskipti innlent 6. apríl 2025 12:24
Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir veitingahús ekki sækjast frekar eftir því að ráða ófagmenntaða starfsmenn. Erfið rekstrarskilyrði undanfarin ár hafi valdið því að hallað hafi á fagmenntað starfsfólk. Vilji sé til að bæta úr því. Innlent 5. apríl 2025 21:31
Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Formaður MATVÍS félags iðnaðarmanna í matvæla- og veitingageiranum furðar sig á því að því að faglærðum þjóni hafi verið sagt upp einum þjóna á hóteli í Reykjavík. Það sé ekki sparnaður að segja upp menntuðu fólki. Innlent 5. apríl 2025 12:02
Sá eini fagmenntaði missti vinnuna „Þetta er alls ekki góð þróun. Það er eins og veitingahúsaeigendum sé orðið alveg sama um fegurðina, og upplifunina sem fólk sækist eftir þegar það fer út að borða. Það er bara verið að hugsa um söluna og gróðann,“ segir Ragnar Þór Antonsson. Innlent 5. apríl 2025 08:02
Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Einungis fjórtán prósent fengust upp í samþykktar kröfur í þrotabú Bakarís Jóa Fel. Lýstar kröfur námu 330 milljónum króna. Viðskipti innlent 4. apríl 2025 11:10
Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Kokteilabarinn Tipsý bar og lounge var valinn besti barinn í Reykjavík árið 2025 á Norrænu Barþjóna verðlaununum, Bartenders’ Choice Awards, í Stokkhólmi í Svíþjóð í gærkvöldi. Auk þess var Helga Signý, barþjónn hjá Tipsy, valin rísandi stjarna Íslands. Lífið 25. mars 2025 16:30
Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Stéttarfélagið Efling fullyrðir að nýr kjarasamningur veitingamanna við Virðingu sé óhagstæður fyrir þorra starfsfólks veitingahúsa. Tugum þúsunda króna muni á launum samkvæmt samningnum við Virðingu annars vegar og Eflingarsamningnum hins vegar. Efling hefur sakað Virðingu um að vera „gervistéttarfélag“. Viðskipti innlent 25. mars 2025 09:20
Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Framkvæmdir við byggingu Starbucks kaffihúss á Laugavegi 66-68 í Reykjavík eru langt á veg komnar. Búið er að setja upp merkingar alþjóðlegu kaffihúsakeðjunnar. Viðskipti innlent 21. mars 2025 22:51
Má bera eiganda Gríska hússins út Leigusali húsnæðis á Laugavegi má bera út eiganda veitingastaðarins Gríska hússins en staðurinn hefur verið til húsa í umræddu húsnæði um nokkurra ára skeið. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu og hefur Landsréttur staðfest hana. Innlent 18. mars 2025 11:30
Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Tvö landssambönd og eitt stéttarfélag hafa kvartað til Samkeppniseftirlitsins vegna kjarsamnings Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) og Virðingar. Þau telja að samningurinn feli í sér ólöglegt samráð veitingafyrirtækja en félögin hafa nefnt Virðingu gervistéttarfélag. Viðskipti innlent 17. mars 2025 11:07
Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol Hard Rock Cafe Reykjavík opnaði á besta stað í miðbæ Reykjavíkur á Lækjargötu 2 árið 2016. Veitingastaðurinn er þekktur fyrir gómsætan mat og drykki, merkilega muni úr rokksögunni sem hanga á veggjum og frábæra stemningu. Hard Rock Cafe Reykjavík er veitingastaður vikunnar á Vísi. Lífið samstarf 17. mars 2025 10:40
Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Óli Hall, framkvæmdastjóri Food and fun, segir það ánægjulegt að svo margar konur taki þátt í ár. Gagnrýni á hátíðina í fyrra hafi opnað umræðuna. Hann er spenntur að reyna að borða hjá öllum gestakokkunum en fólk þurfi að hafa hraðar hendur ætli það að fá borð. Hátíðin hefst á miðvikudag. Viðskipti innlent 10. mars 2025 08:00