Veitingastaðir

Veitingastaðir

Fréttir af starfsemi veitingastaða á Íslandi.

Fréttamynd

Veitinga­staðurinn opinn en lónið opnar síðar

Búið er að opna veitingastaðinn Ylju í nýju baðlóni í Laugarási í Biskupstungum. Baðlónið opnar síðar í þessum mánuði. Matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson er yfirkokkur og hannaði matseðil veitingastaðarins. Baðlónið er sjálft á tveimur hæðum og er aldursviðmið átta ára.

Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Býður Sól­veigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu

Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri SVEIT, hvetur Sólveigu Önnu Jónsdóttir og alla aðra til þess að mæta á haustfund samtakanna á miðvikudaginn. Sólveig Anna hvatti ráðherra í morgun til að mæta ekki á fundinn vegna meintra tengsla við „gervistéttarfélagið“ Virðingu. Einar segir tengslin ekki meiri en svo að hann hafi ekki náð sambandi við nokkurn mann þar á bæ.

Innlent
Fréttamynd

Hvetja ráð­herra til að mæta ekki á fund veitinga­manna

Formaður Eflingar hvetur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherraráðherra til þess að mæta ekki á haustfund Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, þar sem þátttaka hans myndi hvítþvo samtökin og veita þeim yfirbragð virðuleika. Efling hefur gagnrýnt samtökin harðlega allt frá stofnun þeirra.

Innlent
Fréttamynd

„Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“

Wolt harmar atvik þar sem sendill á sínum vegum virðist hafa fengið sér bita af mat viðskiptavinar. Slík hegðun gæti leitt til þess að sendill missi vinnuna. Umræddur sendill hafi reyndar ekki verið látinn fara enda hafi fyrirtækinu aldrei borist formleg kvörtun vegna málsins.

Neytendur
Fréttamynd

Búinn að fá sig full­saddan af þjónustunni hjá Wolt

Lögmaður í Reykjavík hefur nýtt sér heimsendingarþjónustu Wolt í síðasta skipti. Mælirinn fylltist þegar stóran hluta af pöntun vantaði í vikunni. Í fyrri pöntun hafði vantaði pítsusneið í pítsukassa. Wolt biðst afsökunar á þessum misbrestum.

Neytendur
Fréttamynd

Í straffi fyrir skila­boð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdar­verk“

Plötusnúðurinn Silja Glömmi hefur verið sett í straff á Kaffibarnum og mun ekki þeyta þar skífum framar fyrir að hafa skrifað „Free Palestine“ á veggfóðraðan vegg á staðnum. Framkvæmdastjórinn segir veggjakrot viðvarandi vandamál og að þeim sem gerist uppvísir að slíku sé ekki boðið aftur inn á staðinn, allavega tímabundið.

Innlent
Fréttamynd

Skvísur landsins skáluðu í mið­borginni

Inga Lind Karlsdóttir, sjónvarpskona, og félagar hennar hjá framleiðslufyrirtækinu Skot Productions fögnuðu tíu ára afmæli fyrirtækisins með glæsilegri veislu á veitingastaðnum Fjallkonan á dögunum.

Lífið
Fréttamynd

Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu

Veitingastaðurinn LaBarceloneta í Templarasundi hefur verið viðurkenndur af spænskum stjórnvöldum. Hér upplifa gestir því sannarlega ekta spænska matarmenningu en LaBarceloneta sérhæfir sig í hinni hefðbundnu Paellu og tapasréttum meðal annars.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Loka Brút og Kaffi Ó-le

Loka á veitingastaðnum Brút í Pósthússtræti og kaffihúsinu Ó-le í Hafnarstræti. Staðirnir hafa verið reknir saman. Það staðfestir Ragnar Eiríksson kokkur sem átti Brút með þeim Ólafi Erni Ólafssyni og Braga Skaftasyni veitingamönnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sex bestu veitinga­staðirnir í Skandinavíu

Á hverju ári er birtur listi yfir 50 bestu veitingastaði heims. Listinn fyrir árið 2025 var kynntur fyrr í sumar í Tórínó á Ítalíu, þar sem veitingastaðurinn Maido í Perú bar sigur úr býtum. Á listanum í ár eru sex skandinavískir staðir meðal efstu 100, þar af fjórir í Kaupmannahöfn.

Lífið