Handbolti

Slæm staða smita fyrir EM í handbolta - 25 leikmenn smitaðir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Antonio Gerona, þjálfari Serbíu er smitaður, en líka sjö leikmenn hans. Fyrsti leikur liðsins er á fimmtudaginn.
Antonio Gerona, þjálfari Serbíu er smitaður, en líka sjö leikmenn hans. Fyrsti leikur liðsins er á fimmtudaginn. Getty/Srdjan Stevanovic

Evrópumótið í handbolta hefst eftir aðeins tvo daga en 25 leikmenn á mótinu eru smitaðir af kórónuveirunni.

Handball-World hefur tekið saman tölurnar yfir smitaða leikmenn en sænska Aftonbladet slær þessu líka upp.

Þrír leikmenn íslenska landsliðsins voru smitaðir áður en liðið kom saman en allir eru búnir að ná sér.

Íslenska landsliðið hefur leik á föstudaginn en fyrstu leikir mótsins eru á fimmtudaginn.

Strákarnir flugu til Ungverjalands í morgun en áður höfðu þeir allir verið neikvæðir í ítreksuðu kórónuveiruprófum.

Hér fyrir neðan má sjá listann yfir smitaða leikmenn hjá þjóðunum sem keppa á mótinu.

  • Kórónuveirusmitaðir leikmenn tveimur dögum fyrir EM 2022:

  • Serbía 7
  • Norður-Makedónía 4
  • Bosnía 4
  • Króatía 2
  • Holland 2
  • Svartfjallaland 2
  • Danmörk 1
  • Slóvenía 1
  • Frakkland 1
  • Litháen 1



Fleiri fréttir

Sjá meira


×