Handbolti

Erlingur mætir gömlum lærisveinum og tengdasyninum í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Erlingur á hliðarlínunni á EM.
Erlingur á hliðarlínunni á EM. vísir/getty

Erlingur Birgir Richardsson á sérstakt kvöld í vændum. Hann þjálfar nefnilega landslið Hollands sem mætir Íslandi í Búdapest í kvöld.

„Ég er að upplifa þetta í fyrsta skiptið. Það verður kannski skrítið þegar leikurinn er að byrja. Þarna eru strákar sem ég hef þjálfað og ég á líka tengdason í íslenska liðinu. Svo eru vinir og ættingjar upp í stúku þannig að ég held að þetta verði skrítið fyrstu mínúturnar en svo gleymum við okkur í leiknum,“ sagði Erlingur spenntur en dóttir hans Sandra er í sambandi með Daníel Þór Ingasyni.

Erlingur segir lítið mál að halda sínum mönnum á jörðinni.

„Ég held að mínir menn séu á þeim stað að þeir vilja aðeins meira og eru miklir fagmenn. Það er ekkert mál að halda þeim á jörðinni og þeir verða tilbúnir í leikinn.“

„Ef við vinnum þá verður erfitt fyrir Ísland á sunnudaginn fyrir framan allt fólkið. Ég vona að það verði tekið á móti mér er ég kem aftur heim. Sama hvernig fer get ég samglaðst einhverjum.“

Klippa: Erlingur í skemmtilegri stöðu

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×