Handbolti

Guðmundur í gini dönsku pressunnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðmundur í viðtali hjá Dönunum í dag.
Guðmundur í viðtali hjá Dönunum í dag. vísir/hbg

Það er frídagur á EM og dagurinn því nýttur á ýmsan hátt hjá liðunum. Meðal annars með því að hitta fjölmiðlamenn.

Ísland og Danmörk mætast á morgun eins og alþjóð veit. Sérstakir leikir fyrir Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara sem var auðvitað áður landsliðsþjálfari Dana.

Hann mætti með frábært leikplan í síðasta leik þjóðanna á EM fyrir tveimur árum. Leik sem enginn gleymir því Ísland vann með einu marki í stórkostlegum leik.

Danir vilja því hefnd á morgun. Guðmundur var eftirsóttur af danska fjölmiðlahernum í dag sem hann hefur nú ekki alltaf átt gott samstarf við í gegnum tíðina.

Viðtöl dagsins fóru öll fram utandyra enda búið að meina fjölmiðlamönnum aðgengi að hóteli liðanna.


Tengdar fréttir

186 miðar í boði á Danaleikinn en tíminn að renna út

Heimsferðir og Úrval Útsýn hafa sett í sölu ferð til Búdapest í fyrramálið á landsleik Íslands og Danmerkur í handbolta á morgun. Um er að ræða fyrsta leik þjóðanna í milliriðli Evrópumótsins í handbolta og er eftirvæntingin mikil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×