Handbolti

Þjálfarinn smitaðist fyrir leikinn við Ísland á morgun

Sindri Sverrisson skrifar
Guillaume Gille, landsliðsþjálfari Frakka, er kominn í einangrun.
Guillaume Gille, landsliðsþjálfari Frakka, er kominn í einangrun. Getty

Frakkar verða án landsliðsþjálfarans Guillaume Gille þegar þeir mæta Íslendingum á morgun á Evrópumótinu í handbolta.

Franska handknattleikssambandið staðfesti þetta í dag og greindi frá því að Gille hefði greinst með kórónuveirusmit.

Aðstoðarþjálfarinn Erick Mathé mun því stýra Frökkum á morgun en leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 17 að íslenskum tíma.

Áður hafði einn leikmaður Frakka, sá með skemmtilega nafnið Karl Konan, greinst með veiruna á EM, síðastliðinn þriðjudag. 

Í aðdraganda EM glímdu Frakkar við hópsmit og alls smituðust þá níu leikmenn liðsins.


Tengdar fréttir

„Þetta gerir náttúrulega mótið erfitt og liggur við ómarktækt til lengdar“

Framkvæmdastjóri HSÍ segir ljóst að sóttvarnir hafi ekki verið í hávegum hafðar í Ungverjalandi þar sem Evrópumótið í handbolta fer fram en sex leikmenn íslenska liðsins og sjúkraþjálfari hafa nú greinst smitaðir. Búið er að herða sóttvarnir hjá liðinu og vonir bundnar við að fleiri greinist ekki smitaðir á næstu dögum. Framkvæmdastjóri HSÍ telur engar líkur á því að mótinu verði frestað.

Greindist smitaður eftir leikinn við Ísland

Danski landsliðsmaðurinn Hans Lindberg, sem reyndar á íslenska foreldra, hefur greinst með kórónuveirusmit eftir leikinn við Ísland á EM í handbolta í gærkvöld.

Erlingur lét þjálfarann spila á EM

Erlingur Richardsson nýtti krafta markmannsþjálfara síns í leik Hollands á Evrópumótinu í handbolta í gær, og sá gæti spilað enn meira í næstu leikjum þrátt fyrir að hafa lagt skóna á hilluna fyrir tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×