Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Tyrkland 29-22 | Sterkur sigur íslenska liðsins Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 6. mars 2022 18:45 Vísir/Hulda Margrét Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann sterkan sjö marka sigur gegn því tyrkneska í undankeppni EM kvenna í handbolta í dag. Leikurinn hófst með miklu hraði en það tók Ísland ekki nema örfáar sekúndur að komast yfir en fyrsta mark leiksins átti Thea Imani Sturludóttir. Tyrkir svöruðu strax fyrir það en Ísland gaf ekkert eftir. Eftir rúman tólf mínútna leik var Ísland komið með fjögurra marka forystu 8-4. Í kjölfarið tók Tyrkland sitt fyrsta leikhlé. Ísland gaf bara ennþá meira í og komust í stöðuna 12-4. Tyrkland hafði ekki skorað mark í um ellefu mínútur fyrr en Yasemin Sahin tókst að skora fimmta mark Tyrkja á 21. mínútu. Eltingaleikur Tyrkjanna hélt áfram út fyrri hálfleikinn en þegar hann var flautaður af var Ísland með sjö marka forystu, 15-8. Er liðin snéru aftur til leiks að hálfleik loknum vantaði eitthvað upp á hjá Íslensku stelpunum. Tyrkir komu með ágætis áhlaup en á 38. mínútu höfðu þær minnkað muninn niður í þrjú mörk. Staðan 17-14. Okkar konur náðu sér aftur á strik þegar rétt um tíu mínútur voru til leiksloka. Tyrkland fór að tapa fleiri boltum og var Ísland fljótt að keyra í bakið á þeim. Arnar Pétursson var duglegur að spila á öllum leimönnum liðsins og því nóg orka eftir hjá okkar konum. Eftir að hafa verið í um fimm marka forystu frá miðbiki síðari hálfleiks tókst okkar konum að auka stöðuna á ný. Mátti sjá alla von Tyrkja hverfa úr augsýn. Íslandi tókst að auka muninn í sjö mörk þegar rúmar þrjár mínútur voru til leiksloka. Tyrkjum tókst aðeins að skora eitt mark til viðbótar og lokatölur á Ásvöllum 29-22, Íslandi í vil. Vísir/Hulda Margrét Afhverju vann Ísland? Arnar Pétursson, þjálfari Íslands, talaði um það fyrir leik að til þess að sigra þurfi liðið að þétta vörnina á miðjunni og keyra hratt í bakið á þeim. Það var nákvæmlega það sem Ísland gerði. Þær byrjuðu leikinn strax frá fyrstu mínútu og héldu vel út allan leikinn, þrátt fyrir örlítið hökt í upphafi síðari hálfleiks. Agi liðsins var frábær sem og liðsheildin. Þær gáfu Tyrkjunum ekkert eftir. Hverjar stóðu upp úr? Unnur Ómarsdóttir var markahæst í Íslenska liðinu með sjö mörk, en hún var frábær í horninu í dag. Þórey Rósa Stefánsdóttir var næst markahæst með fimm mörk. Rut Jónsdóttir og Lovísa Thompson voru með fjögur mörk hvor. Markmenn Íslenska liðsins voru frábærir en Hafdís Renötudóttir var með tíu varða bolta eða 56% markvörslu. Elín Jóna Þorsteinsdóttir var með níu varða bolta eða 39% markvörslu. Hvað gekk illa? Íslenska liðið byrjaði síðari hálfleikinn nokkuð slakt en Tyrkjum tókst að keyra hratt á þær í upphafi hans. Nokkuð var um tapaða bolta, klaufamistök og einstaka sinnum voru dauðafæri sem fóru í vaskinn. Þrátt fyrir það voru Tyrkir bara ekki með hausinn í það að vinna þennan leik í dag. Hvað gerist næst? Næsti leikur Íslands í riðlinum verður þann 20. apríl en þá fá þær lið Svíþjóðar í heimsókn. Svíþjóð situr í efsta sæti riðilsins með sex stig og því ljóst að um erfiðan leik verði að ræða. Þórey Rósa Stefánsdóttir: Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi Vísir/Hulda Margrét "Við kláruðum þetta nokkuð sannfærandi. Við byrjuðum seinni hálfleikinn örlítið kærulausar. Það er alltaf erfitt að vera svona mikið forskot í hálfleik og ætla að koma af sama krafti inn í seinni hálfleik. Það er talað um það. En sem betur fer héldum við haus og kláruðum dæmið nokkuð örugglega. Ég er mjög ánægð með þetta." Hafði Þórey Rósa að segja strax að leik loknum. "Við klárlega þéttum vörnina sem við vissum að myndi skila sér í hraðaupphlaupum. Þær eru, einhverra hluta vegna, fljótar fram en þær eru voða seinar til baka. Við eigum ekki að leyfa liði að komast upp með það á móti okkur. Við erum með nógu hraða leikmenn til þess að keyra á þær." "Lykillinn að sigrinum var þéttari varnarleikur. Alveg klárlega. Við vorum líka flottar í sókn. Þetta var góð liðsheild og liðssigur sem skilaði þessu í dag." "Það er klisja að segja þetta en við verðum bara að taka einn leik í einu. Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi." Hafði Þórey Rósa að segja að lokum. Handbolti EM kvenna í handbolta 2022
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann sterkan sjö marka sigur gegn því tyrkneska í undankeppni EM kvenna í handbolta í dag. Leikurinn hófst með miklu hraði en það tók Ísland ekki nema örfáar sekúndur að komast yfir en fyrsta mark leiksins átti Thea Imani Sturludóttir. Tyrkir svöruðu strax fyrir það en Ísland gaf ekkert eftir. Eftir rúman tólf mínútna leik var Ísland komið með fjögurra marka forystu 8-4. Í kjölfarið tók Tyrkland sitt fyrsta leikhlé. Ísland gaf bara ennþá meira í og komust í stöðuna 12-4. Tyrkland hafði ekki skorað mark í um ellefu mínútur fyrr en Yasemin Sahin tókst að skora fimmta mark Tyrkja á 21. mínútu. Eltingaleikur Tyrkjanna hélt áfram út fyrri hálfleikinn en þegar hann var flautaður af var Ísland með sjö marka forystu, 15-8. Er liðin snéru aftur til leiks að hálfleik loknum vantaði eitthvað upp á hjá Íslensku stelpunum. Tyrkir komu með ágætis áhlaup en á 38. mínútu höfðu þær minnkað muninn niður í þrjú mörk. Staðan 17-14. Okkar konur náðu sér aftur á strik þegar rétt um tíu mínútur voru til leiksloka. Tyrkland fór að tapa fleiri boltum og var Ísland fljótt að keyra í bakið á þeim. Arnar Pétursson var duglegur að spila á öllum leimönnum liðsins og því nóg orka eftir hjá okkar konum. Eftir að hafa verið í um fimm marka forystu frá miðbiki síðari hálfleiks tókst okkar konum að auka stöðuna á ný. Mátti sjá alla von Tyrkja hverfa úr augsýn. Íslandi tókst að auka muninn í sjö mörk þegar rúmar þrjár mínútur voru til leiksloka. Tyrkjum tókst aðeins að skora eitt mark til viðbótar og lokatölur á Ásvöllum 29-22, Íslandi í vil. Vísir/Hulda Margrét Afhverju vann Ísland? Arnar Pétursson, þjálfari Íslands, talaði um það fyrir leik að til þess að sigra þurfi liðið að þétta vörnina á miðjunni og keyra hratt í bakið á þeim. Það var nákvæmlega það sem Ísland gerði. Þær byrjuðu leikinn strax frá fyrstu mínútu og héldu vel út allan leikinn, þrátt fyrir örlítið hökt í upphafi síðari hálfleiks. Agi liðsins var frábær sem og liðsheildin. Þær gáfu Tyrkjunum ekkert eftir. Hverjar stóðu upp úr? Unnur Ómarsdóttir var markahæst í Íslenska liðinu með sjö mörk, en hún var frábær í horninu í dag. Þórey Rósa Stefánsdóttir var næst markahæst með fimm mörk. Rut Jónsdóttir og Lovísa Thompson voru með fjögur mörk hvor. Markmenn Íslenska liðsins voru frábærir en Hafdís Renötudóttir var með tíu varða bolta eða 56% markvörslu. Elín Jóna Þorsteinsdóttir var með níu varða bolta eða 39% markvörslu. Hvað gekk illa? Íslenska liðið byrjaði síðari hálfleikinn nokkuð slakt en Tyrkjum tókst að keyra hratt á þær í upphafi hans. Nokkuð var um tapaða bolta, klaufamistök og einstaka sinnum voru dauðafæri sem fóru í vaskinn. Þrátt fyrir það voru Tyrkir bara ekki með hausinn í það að vinna þennan leik í dag. Hvað gerist næst? Næsti leikur Íslands í riðlinum verður þann 20. apríl en þá fá þær lið Svíþjóðar í heimsókn. Svíþjóð situr í efsta sæti riðilsins með sex stig og því ljóst að um erfiðan leik verði að ræða. Þórey Rósa Stefánsdóttir: Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi Vísir/Hulda Margrét "Við kláruðum þetta nokkuð sannfærandi. Við byrjuðum seinni hálfleikinn örlítið kærulausar. Það er alltaf erfitt að vera svona mikið forskot í hálfleik og ætla að koma af sama krafti inn í seinni hálfleik. Það er talað um það. En sem betur fer héldum við haus og kláruðum dæmið nokkuð örugglega. Ég er mjög ánægð með þetta." Hafði Þórey Rósa að segja strax að leik loknum. "Við klárlega þéttum vörnina sem við vissum að myndi skila sér í hraðaupphlaupum. Þær eru, einhverra hluta vegna, fljótar fram en þær eru voða seinar til baka. Við eigum ekki að leyfa liði að komast upp með það á móti okkur. Við erum með nógu hraða leikmenn til þess að keyra á þær." "Lykillinn að sigrinum var þéttari varnarleikur. Alveg klárlega. Við vorum líka flottar í sókn. Þetta var góð liðsheild og liðssigur sem skilaði þessu í dag." "Það er klisja að segja þetta en við verðum bara að taka einn leik í einu. Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi." Hafði Þórey Rósa að segja að lokum.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti