Handbolti

Óðinn Þór skoraði mest þegar lið hans færðist feti nær undanúrslitum

Hjörvar Ólafsson skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson var iðinn við kolann í kvöld. 
Óðinn Þór Ríkharðsson var iðinn við kolann í kvöld.  Mynd/Kadetten

Óðinn Þór Rík­h­arðsson, landsliðsmaður í handbolta, var markahæstur með sjö mörk þegar lið hans, Kadetten Schaffhausen, bar sigur úr býtum, 35-24, gegn Suhr Aar­au á útivelli þegar liðin áttust við öðru sinni í átta liða úr­slit­um í úr­slita­keppn­i um sviss­neska meist­ara­titil­inn.

Óðinn Þór nýtti færin sín vel fyrir Kadetten Schaffhausen en hann þurfti átta skot til þess að skoar mörkin sín sjö. Fjögur þessara marka komu af vítalínunni. 

Aðal­steinn Eyj­ólfs­son þjálf­ar Kadetten Schaffhausen sem getur komist áfram í undanúrslit með sigri í leik liðanna sem fram fer eftir slétta viku. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×