Innlent

Einn fluttur á sjúkra­hús til að­hlynningar

Oddur Ævar Gunnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa
Töluverður viðbúnaður er á vettvangi.
Töluverður viðbúnaður er á vettvangi. Vísir/Tumi

Einn hefur verið fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Útkall barst slökkviliði á ellefta tímanum vegna manns sem var í sjónum við Faxaskjól í vesturbæ Reykjavíkur. Varðstjóri segir manninn hafa verið kaldan og blautan en með meðvitund þegar til hans náðist.

Bjarni Ingimarsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við fréttastofu að aðgerðum slökkviliðs á vettvangi við skólpstöðina í Faxaskjóli sé að ljúka. Kafarar slökkviliðs hafi náð til manns sem var í sjónum og flutt hann á land. 

Maðurinn var með meðvitund þegar til hans náðist en hann kaldur og blautur. Hann hafði verið í sjónum í um tuttugu mínútur. 

Þrír sjúkrabílar voru kallaðir á vettvang, einn köfunarbíll með gúmmíbát, tækjabíll slökkviliðs og tveir lögreglubílar. Þá hafði þyrla Landhelgisgæslunnar verið kölluð til en hún var á lofti í verkefni sem hafði verið skipulagt fyrr í vikunni.

Fréttin var uppfærð klukkan 11:10.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×