Viðskipti

Bein út­sending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísis af­hent

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Verðlaunahafarnir í fyrra.
Verðlaunahafarnir í fyrra.

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísis vera veitt í fimmtánda skipti á hátíðarmóttöku á Grand Hótel klukkan 16 í dag. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp. Veitt verða verðlaun í þremur flokkum.

Beint streymi frá hátíðinni má sjá að neðan.

Dagskrá:

Setning hátíðar: Stefán Hrafn Hagalín, formaður stjórnar Stjórnvísi.

Borghildur Erlingsdóttir formaður dómnefndar gerir grein fyrir vali dómnefndar á stjórnendum ársins 2024

Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.

Félagsfólk Stjórnvísi er sérstaklega hvatt til að fylgjast með hátíðinni ásamt öllu fag- og áhugafólki um stjórnun.

Dómnefnd 2024 skipa eftirtalin:

  • Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar.
  • Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
  • Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár.
  • Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs.
  • Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma hf. og stjórnarkona.
  • Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Justikal.
  • Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×