Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Strákarnir hans Davids Moyes skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik gegn Tottenham.
Strákarnir hans Davids Moyes skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik gegn Tottenham. getty/Richard Martin-Roberts

Everton vann 3-2 sigur á Tottenham í fyrsta leiknum undir stjórn Davids Moyes á Goodison Park í tólf ár.

Everton tapaði fyrsta leiknum eftir að Moyes tók aftur við liðinu, 0-1 fyrir Aston Villa á miðvikudaginn, en sýndi allar sínar bestu hliðar í fyrri hálfleik í dag.

Dominic Calvert-Lewin kom Everton yfir á 13. mínútu og Iliman Ndiaye tvöfaldaði forskotið eftir laglega sókn á 30. mínútu.

Vont átti eftir að versna fyrir Tottenham því í uppbótartíma fyrri hálfleiks skoraði Archie Gray sjálfsmark. Staðan var því 3-0 í hálfleik.

Dejan Kulusevski minnkaði muninn fyrir Spurs á 77. mínútu og þegar tvær mínútur voru komnar yfir venjulegan leiktíma skoraði Richarlison annað mark gestanna.

Nær komust þeir ekki og þriðja tap Tottenham í röð staðreynd. Liðið er í 15. sæti, einu sæti ofar en Everton. Fjórum stigum munar á liðunum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira