Játaði að hafa stungið þrjár stúlkur til bana
Átján ára gamall karlmaður játaði að hafa stungið þrjár barnungar stúlkur til bana í Southport í Englandi þegar réttarhöld hófust yfir honum í morgun. Árásina gerði hann 29. júlí síðastliðinn á stúlkur á Taylor Swift-dansnámskeiði þar sem tíu til viðbótar særðust. Stúlkurnar sem létust voru sex, sjö og níu ára gamlar.