Minntust fórnarlamba bílslysa

Forseti Íslands og innviðaráðherra fluttu ávörp við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi á alþjóðlegum minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa. Í ár er kastljósinu beint að hættunni sem getur skapast við að sofna eða dotta undir stýri. Gögn frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa og Samgöngustofu sýna að svefn og þreyta eru meðal helstu orsaka banaslysa í umferðinni. Alvarleg slys vegna svefns og þreytu undir stýri voru sérstaklega mörg í fyrra eða 21 slys og eitt banaslys.

13
00:36

Vinsælt í flokknum Fréttir