Frank og Fjalar lofa Hákon
Landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson þreytti í gærkvöld frumraun sína í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með liði sínu Brentford. Þjálfaranum Thomasi Frank sem og markmannsþjálfara landsliðsins þótti mikið til Seltirningsins koma.