Í Bítið - Hangikjöt fyrir Mæðrastyrksnefnd frá Meistarafélagi kjötiðnaðarmanna

Siðustu fjögur ár hefur Meistarafélag kjötiðnaðarmanna fengið afhent frá flestum kjötiðnaðarstöðum á landinu hangilæri og hangiframpart. Þetta hefur verið frá c.a. 70-120 stk sem félagsmenn hafa tekið að sér að úrbeina, setja í net og vacumpakka. Þessi vinna hefur farið fram í Matvælaskólanum í Kópavogi og tilgangurinn að ganga frá kjötinu og afhenda Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur til hjálpar þeim sem minna mega sín fyrir Jólin. Þetta fer allt saman fram núna á laugardaginn 8. des, en hann fræddi okkur um þetta verkefni hann Halldór Jökull Ragnarsson matvælaiðnfræðingur frá Meistarafélagi kjötiðnaðarmanna.

2604
08:04

Vinsælt í flokknum Bítið