Handbolti

Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 31-24

Bikarmeistarar Hauka hófu leiktíðina með öruggum sigri á reynslulitlu liði Fram. Staðan í hálfleik var 20-11. Haukum var spáð góðu gengi í vetur og þeir stóðu heldur betur undir væntingum í þessum leik.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 29-23

HK vann öruggan sigur á Valsmönnum 29-23 í viðureign liðanna sem spáð er neðstu tveimur sætum deildarinnar. Eftir hnífjafnan fyrri hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum í þeim síðari og sigur heimamanna sanngjarn.

Handbolti
Fréttamynd

Ásbjörn og Ólafur í sigurliðum

Íslenskir handboltamenn létu að sér kveða í handboltanum Skandinavíu í dag. Ásbjörn Friðriksson og félagar í Alingsås unnu góðan sigur á Skånela 30-23 og eru enn ósigraðir í sænsku úrvalsdeildinni.

Handbolti
Fréttamynd

Arna Sif með flottan leik í sigri á SönderjyskE

Landsliðslínumaðurinn Arna Sif Pálsdóttir skoraði sex mörk fyrir Aalborg DH í dönsku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið vann fjögurra marka heimasigur á SönderjyskE, 31-27. Þetta var langþráður sigur hjá Álaborgarliðinu því liðið var stigalaust fyrir leikinn.

Handbolti
Fréttamynd

Birna: Hugsaði um EM í leiðinlegu æfingunum

Tvær landsliðskonur, landsliðsfyrirliðinn Rakel Dögg Bragadóttir og örvhenta skyttan Birna Berg Haraldsdóttir, urðu fyrir því óláni að slíta krossband á síðasta tímabili en þær eru báðar í góðum gír og hafa sett stefnuna á EM í Serbíu í desember.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - HC Mojkovac 32-12

Haukar rúlluðu yfir HC Mojkovac frá Svartfjallalandi 32-12 í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð EHF-bikarsins. Það sást strax á fyrstu mínútunum að verkefnið yrði létt fyrir Hauka en Haukar voru ellefu mörkum yfir í hálfleik 15-4.

Handbolti
Fréttamynd

Tap gegn Ungverjum í hundraðasta landsleik Dagnýjar

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði stórt fyrir Ungverjum í dag, 21-35, í fyrsta leik liðsins á æfingarmóti í Tékklandi. Staðan í hálfleik var 20-15 Ungverjum í vil. Íslenska liðið spilar við Slóvakíu á morgun og mætir svo Tékkum á laugardaginn.

Handbolti
Fréttamynd

Öruggt hjá Kiel en Flensburg gerði jafntefli og Magdeburg tapaði

Kiel vann léttan ellefu marka sigur á GWD Minden í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en það gekk ekki alveg eins vel hjá hinum Íslendingaliðunum, SG Flensburg-Handewitt og Magdeburg. Flensburg tókst þó að tryggja sér jafntefli í lokin en tapaði engu að síður fyrsta stigi sínu á tímabilinu.

Handbolti
Fréttamynd

Einar Ingi hafði betur gegn Óskari Bjarna

Einar Ingi Hrafnsson hafði betur í Íslendingaslagnum á móti Viborg HK í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en þarna voru nágrannar að mætast. Einar Ingi og félagar í Mors-Thy fengu frábæran stuðning á pöllunum og unnu að lokum fimm marka sigur, 25-20.

Handbolti
Fréttamynd

Ágúst tók Hilmar með sér út til Tékklands

A-landslið kvenna í handbolta fór í morgun út til Tékklands þar sem stelpurnar okkar taka þátt í fjögurra landa móti ásamt Slóvakíu, Tékklandi og Ungverjalandi. Ágúst Þór Jóhannsson valdi sextán manna hóp og tók líka með sér nýjan aðstoðarmann.

Handbolti
Fréttamynd

Þórir og Wilbek eru bestu handboltaþjálfarar heims - Alfreð í 3. sæti

Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta og Ulrik Wilbek, þjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta eru bestu handboltaþjálfarar heims í ár en niðurstaðan úr kosningu Alþjóða handboltasambandsins var tilkynnt í dag. Alfreð Gíslason þótti þriðji besti karlaþjálfarinn.

Handbolti
Fréttamynd

Ege leggur skóna á hilluna

Norski markvörðurinn Steinar Ege hefur tilkynnt að hann sé hættur í handbolta. Hann er 40 ára gamall og hafði stefnt að því að spila með AG í Danmörku í vetur.

Handbolti
Fréttamynd

Trefilov rekinn úr starfi

Evgeny Trefilov, þjálfari kvennalandsliðs Rússlands í handbolta, var í gær rekinn af stjórn rússneska handknattleikssambandsins.

Handbolti
Fréttamynd

Andersson samdi við KIF Kaupmannahöfn

Sænska stórskyttan Kim Andersson mun spila með hinu nýstofnaða KIF Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í vetur. Hann var kynntur á blaðamannafundi í dag sem nýr leikmaður félagsins.

Handbolti
Fréttamynd

Minden enn stigalaust

Vignir Svavarsson og félagar hans í nýliðum Minden töpuðu í kvöld fyrir Gummersbach á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, 31-27.

Handbolti
Fréttamynd

Aron búinn að ræða við landsliðsstrákana: Ólafur ekki með

Aron Kristjánsson, nýr landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur lokið við að ræða við alla leikmenn sem voru með landsliðinu á Ólympíuleikunum. Aron fékk jákvæð viðbrögð frá öllum leikmönnum og það er aðeins Ólafur Stefánsson sem ætlar ekki að vera með íslenska liðinu í leikjunum í undankeppni EM í október og nóvember.

Handbolti